Fara í efni
07.10.2021 Fréttir

Samningur við Leigufélagið Bríet

Deildu

Fjarðabyggð mun með þessu samkomulagi verða hluthafi í leigufélaginu Bríet og verður þar með fyrsta sveitarfélagið til þess að gerast hluthafi í félaginu. Með yfirfærslunni færast öll réttindi og skyldur varðandi leigusamninga íbúa yfir til Bríetar án breytinga á stöðu þeirra.

Leigufélagið Bríet er sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, stofnað af norrænni fyrirmynd og rekið án hagnaðarsjónamiða.

Markmið Bríetar er að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina og samstarf við sveitarfélögin í landinu. Langtímamarkmið Bríetar er að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu á landsbyggðinni, á þeim stöðum þar sem þörf er á.