Fara í efni
08.12.2021 Fréttir

Eskifjarðarskóli verður lokaður fimmtudaginn 9. desember

Deildu

Vakin er athygli á að sýnataka verður í boði á morgun, fimmtudaginn 9. desember í Kirkju- og menningarmiðstöðinni milli kl. 11:00 og 13:00 og á Heilsugæslustöðinni á Reyðarfirði milli kl. 09:00 og 10:30. Nánari upplýsingar koma frá aðgerðarstjórn seinna í dag.

Þeir sem ætla að fara í sýnatöku þurfa að bóka tíma á Heilsuvera.is og velja þar bóka einkennasýnatöku, þar er spurt um einkenni og ef engin einkenni þá að haka við samkvæmt fyrirmælum rakningarteymis. Strikamerki er framvísað við komuna á sýnatökustað.

Þið getið að sjálfsögðu leitað til okkar ef eitthvað er óljóst eða viljið koma einhverju á framfæri.

Foreldra/forráðamenn eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá skólanum. Frekari upplýsingar verða sendar út á morgun.