Fara í efni
06.12.2021 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 5. desember

Deildu

Leikskólinn Tjarnarland á Egilsstöðum sem lokaður var á föstudag mun opna að nýju á mánudag.

Þrátt fyrir góðar niðurstöður er ljóst að á landsvísu er staðan viðkvæm og má lítið út af bregða. Þeir er standa fyrir viðburðum í aðdraganda jóla eru því hvattir til að huga sérstaklega að smitvörnum og taka jafnvel aukaskref í átt að hertum vörnum þar sem þess er kostur. Íbúar eru að sama skapi hvattir til að gæta að persónubundnum sóttvörnum í hvívetna og hafa varann á í margmenni.