Því hefur verið ákveðið líkt og á síðasta ári, að óska eftir við leik- og grunnskóla að hver skóli haldi notalega aðventustund á skólatíma þar sem boðið verður upp á ávexti og piparkökur. Skólarnir hafa tekið vel í þessa tillögu og því mun hver skóli halda smá viðburð vegna þessa á næstu dögum. Fjarðabyggð mun að venju útvega ávexti og piparkökur og dreifa í allar skólastofnanir.
Starfsmenn Fjarðabyggðar vinna einnig þessa dagana hörðum höndum að því að skreyta bæjarkjarnana og víða hafa verið settar upp skreytingar á ljósastaura.