Fara í efni
18.11.2021 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 18. nóvember

Deildu

Alls eru fjögur smit staðfest hjá grunnskólabörnum á Stöðvarfirði og í Breiðdal. Börn í 1. – 6. bekk skólans sem eru í sóttkví, fara í seinni sýnatöku í dag og eru þá laus úr sóttkví þegar neikvæð niðurstaða liggur fyrir. Líklega liggur niðurstaða ekki fyrir fyrr en seint í kvöld eða fyrramálið. Í ljósi þessa hefur aðgerðastjórn í samráði við skólastjórnendur ákveðið að hafa ekki skóla í fyrramálið, föstudaginn 19.nóvember, fyrir 1. - 6. bekk á meðan niðurstöðu er beðið. Fjarkennsla verður Í 7. - 10.bekk.

Starfsemi leikskóla verður með hefðbundnu sniði í fyrramálið en þeim tilmælum er beint til foreldra að senda ekki börn í leikskólann sem eiga eldra systkini sem enn er í sóttkví. Á mánudaginn verður að öllu óbreyttu opið í bæði grunn- og leikskólum á Stöðvarfirði og í Breiðdal.

Aðgerðastjórn áréttar mikilvægi þess að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima sem eru með einkenni er bent geta til Covid-19 og fari í sýnatöku. Þannig hjálpumst við að við að takmarka útbreiðslu veirunnar.