Fara í efni
30.11.2021 Fréttir

TIlkynning frá aðgerðastjórn - 30.nóvember

Deildu

If you live or work in Iceland, you have a right to vaccination against COVID-19. You can register for a vaccination and get more information by sending an email to bolusetning@hsa.is

Bólusetningarátak yfirvalda er í gangi og eru allir þeir sem því við koma, hvattir til að láta bólusetja sig. Í nýrri samantekt embættis sóttvarnalæknis er fjallað um ávinning bólusetningar. Þar kemur fram að einstaklingur sem á í nánum samskiptum við Covid smitaðan einstakling er 50% ólíklegri til að smitast hafi hann fengið fulla grunnbólusetningu en væri hann óbólusettur. Líkur á alvarlegum veikindum hjá bólusettum einstaklingi sem smitast, eru jafnframt um fimmfalt lægri en hjá óbólusettum. Sá sem er bólusettur en smitast samt af Covid-19 er enn fremur mun ólíklegri til að smita aðra. Því ættu þeir sem enn hafa ekki verið bólusettir við Covid-19 að fara í bólusetningu hið fyrsta (https://www.landlaeknir.is/.../Tilefni...).

Undanfarið hafa Covid smit verið fleiri á Austurlandi en lengst af faraldrinum. Flestir jafna sig sem betur fer þokkalega á um tveimur vikum og eru þá útskrifaðir úr einangrun af starfsmanni Covid göngudeildar Landspítala. Að útskrift lokinni er fólki eindregið ráðlagt að fara sérstaklega varlega fyrst á eftir og gæta mjög vel allra persónulegra sóttvarna. Að jafnaði má fólk fara að vinna og gerir slíkt í samráði við sinn yfirmann. Þá er mikilvægt að einstaklingar taki samstarfsfólki vel þegar það kemur til baka úr þessum veikindum eins og öllum öðrum veikindum. Munum að bros, falleg orð og samkennd í slíkum aðstæðum, eru heilandi og hið gagnstæða að sama skapi niðurbrjótandi.