Fara í efni
03.12.2021 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn - 3.desember

Deildu

Mörg smit hafa greinst á Egilsstöðum undanfarna daga. Ekki er hægt að tengja öll smit saman hvað varðar hugsanlega útsetningu eða uppruna smits og því ljóst að smit gæti verið á sveimi í samfélaginu. Því er mikilvægt að allir sinni vel persónubundnum sóttvörnum, fólk haldi sig heima ef einkenni gera vart við sig og bóki PCR sýnatöku við minnsta grun. Förum varlega í margmenni um helgina og hjálpumst að við að hindra útbreiðslu smita.