Staða COVID mála á Austurlandi er nokkuð óvenjuleg, talsvert af smitum er að greinast og þau hafa verið dreifð í umdæminu. Það er áhyggjuefni. Af þessum sökum eru íbúar hvattir til sérstakrar varkárni og til að huga vel að persónubundnum smitvörnum og gæta vel að sér í margmenni. Þá er athygli stjórnenda vinnustaða og félagasamtaka vakin á þessari stöðu og þeir hvattir til að huga vel að ráðstöfunum til að koma í veg fyrir smit innan þeirra raða. Að endingu eru íbúar sem fyrr hvattir til að fara í PCR sýnatöku finni þeir til minnstu einkenna.
02.12.2021
Tilkynning frá aðgerðastjórn - 2. desember
