Í ljósi þessarar stöðu telja fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að grípa til áframhaldandi lokana í Leikskólanum Lyngholti og Eskifjarðarskóla auk þess sem Grunnskóla Reyðarfjarðar verður lokað
Leikskólinn Lyngholt:
Ljóst er að smitum á leikskólanum Lyngholti, bæði meðal starfsmanna og barna hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Lyngholti eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember.
Grunnskóli Reyðarfjarðar:
Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Reyðarfjarðar hefur fjölgað. Allir nemendur og starfsmenn skólans voru hvattir til að fara í sýnatöku í dag og ættu niðurstöður að liggja fyrir seint í kvöld eða á morgun. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Grunnskóla Reyðarfjarðar eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember.
Grunnskóli Eskifjarðar:
Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Eskifjarðar hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla á morgun föstudaginn 10. desember.