Fara í efni
07.12.2021 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. desember

Deildu

Vegna gruns um smit í leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði var honum lokað um hádegi í dag. Sýnatökur fóru að hluta fram í dag og er niðurstöðu beðið, verða væntanlegar seint í kvöld. Foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum eru hvattir til að fara með börn sín í sýnatöku milli klukkan 09:00 og 10:30 í fyrramálið Reyðarfirði, við bílskúrinn. Breytist forsendur og óhætt þykir að opna skólann að nýju mun það gert um hádegisbil á morgun. Tilkynning mun send í fyrramálið um niðurstöðu hvað lokun varðar.

Þá er og grunur um smit í grunnskóla Reyðarfjarðar en það talið einangrað. Nemendur í fjórða bekk skólans og hluti af nemendum í þriðja bekk er heima vegna þessa og bíða niðurstöðu sýnatöku. Hún ætti að liggja fyrir á morgun.

Vegna þeirra smita sem upp hafa komið á Austurlandi nýverið eru íbúar sem fyrr hvattir til að gæta ítrustu varkárni hvar sem þeir eru, huga að fjarlægð sín á milli og muna reglulegan handþvott og sprittnotkun.

Í gegnum þennan skafl komumst við með samstilltu átaki, nú sem fyrr.