Fara í efni
23.02.2022 Fréttir

Brothættar byggðir - Stöðvarfjörður - könnun um búsetugæði

Deildu

Tilgangur könnunarinnar er að kanna ýmsa þætti er varða búsetugæði. Könnunin verður nýtt sem vinnugagn við undirbúning og framkvæmd verkefnisins Brothættra byggða sem hefst á árinu.

Könnunin er rafræn og opin frá 21. febrúar til 28. febrúar. Einnig er leyfilegt að prenta út könnunina og skila henni í lokuðu umslagi í skilakassa í Brekkunni á Stöðvarfirði. Góð þátttaka er forsenda þess að niðurstöður könnunar verði marktækar og gagnist í að leggja mat á núverandi stöðu og móta hugmyndir og áætlanir til framtíðar.

Hlekkur á könnun.

Frétt af heimasíðu Austurbrúar.