Starfið fer fram tímabilin 7. júní – 1. Júlí og 1. Ágúst – 19. Ágúst frá 8:00 til 16:00 í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Sumarfrístundin byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri og er fyrir öll börn með búsetu í Fjarðabyggð sem voru að ljúka 1. – 4. bekk skólaárið 2021 - 2022. Einnig eiga börn sem eru að útskrifast úr leikskóla kost á því að sækja um seinna tímabilið í sumarfrístundinni.
Fjarðabyggð heldur utan um sumarfrístund í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði og Stöðvarfirði og Breiðdalsvík en Ungmennafélagið Leiknir býður upp á sambærilega sumarfrístund á Fáskrúðsfirði. Frístundaheimilin í Grunnskólunum á hverjum stað verða safnstaðir sumarfrístundarinnar en þar koma börnin saman á morgnanna, nema annað verði sérstaklega auglýst.
Heildarkostnaður fyrir fyrra tímabil er 45.000,- kr og 37.500,- kr fyrir seinna tímabil en hægt er að skrá börn að lágmarki í eitt tímabil í senn.
Fyrir frekari upplýsingar um sumarfrístund á öðrum stöðum er hægt að hafa samband við Alexöndru Mekkín Pálsdóttur eða Hólmfríði M. Benediktsdóttur. Netfang: alexandra.palsdottir@fjardabyggd.is / holmfridur.benediktsdottir@fjardabyggd.is
Skráning í sumarfrístund fer fram í gegnum íbúagátt Fjarðabyggðar með því að smella hér