Fara í efni
04.04.2022 Fréttir

Nemendur í 10. bekk Eskifjarðarskóla gefa verðlaunafé til Barnaspítala Hringsins

Deildu

Nemendur í 10. bekk Eskifjarðarskóla tóku þátt í undankeppninni í ár, og enduðu í 2. sæti sem verður að teljast glæsilegur árangur. Verðlaunin fyrir annað sætið voru 100.000 kr. og ákváður nemendurnir að láta sigurlaunin renna óskipt til Barnaspítala Hringsins.

Fjármálavit stendur að Fjármálaleikunum fyrir hönd nemenda á Íslandi en að baki Fjármálavits standa Samtök fjármálafyrirtækja með stuðningi Landssamtaka lífeyrissjóða. Fjármálavit er vettvangur fræðslu í fjármálalæsi og er tilgangurinn að veita kennurum innblástur í kennslu og stuðla að auknu vægi fjármálalæsis þegar kemur að kennslu í grunn- og framhaldsskólum.

Við sendum nemendum 10. bekkjar Eskifjarðarskóla hamingjuóskir með þannan frábæra árangur.