Fara í efni
13.04.2022 Fréttir

Upptakturinn í Hörpu 5. apríl

Deildu

Austurland státaði af tveimur þátttakendum í ár en það voru þær Gyða Árnadóttir og Ína Berglind Guðmundsdóttir sem tóku þátt í gegnum Upptaktinn á Austurlandi sem Tónlistarmiðstöð Austurlands sér um.

Gyða samdi lagið "Catacutan" en Ína Berglind samdi "Föst á sama stað". Það var Arnaldur Ingi Jónsson sem sá um útsetningar á lögunum en þau voru sungin af Agnesi Björt Andradóttur og Ívar Andri Clausen sá um rafgítarleik.

Alls bárust 65 innsendingar inn í Upptaktinn í Hörpu í ár og þar af komu 6 verk frá Austurlandi en allir þátttakendur Upptaktsins á Austurlandi fengu að taka þátt í tónsmiðjum í Studio Silo og fengu leiðsögn við upptökur og útsetningar hjá Jóni Hilmari Kárasyni, Charles Ross og Vinny Wood.

Hljóðritun frá tónleikum Upptaktsins á Barnamenningarhátíð Reykjavíkur verður útvarpað á Rás 1 sumardaginn fyrsta.

Innilega til hamingju Gyða og Ína Berglind!

Upptakturinn á Austurlandi nýtur stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Austurlands.