Fara í efni
27.09.2022 Fréttir

Aðstoð við hreinsun eftir óveðrið

Deildu

Til að óska eftir aðstoð þarf að senda inn beiðni í gegnum ábendingakerfi Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is/abending eða með því að senda tölvupóst á fjardabyggd@fjardabyggd.is þar sem fram kemur nafn, heimilsfang og símanúmer viðkomandi, eins væri gott að fá myndir af því sem beðið er um að sé fjarlægt til að auðvelda starfsmönnum framkvæmdasviðs vinnuna.

Ljóst er að verkefnið er stórt og mun taka einhverja daga eða vikur. Öll aðstoð sem íbúar geta veitt til að auðvelda aðgengi að ónýtum og brotnum trjám s.s. með því að búta þau niður eða auðvelda aðgengi að þeim mun flýta fyrir. Starfsmenn framkvæmdasviðs munu forgangsraða verkefnum og reyna sitt besta til að láta það ganga eins hratt og auðið er.