Nemendur unnu hugmyndir þar sem þang og þar var nýttur. Fram komu um 30 hugmyndir. Verðlaun fyrir besta verkefnið fékk Þaraplast. Það unnu Júlíus Sigurðsson og Svanur Hafþórsson, nemendur í 9. bekk Nesskóla.
Í öðru sæti varð verkefnið Fjörusalt eftir þau Þór Theódórsson og Stefaníu Guðrúnu Birgisdóttur, einnig úr Nesskóla. Anna Ragnarsdóttir, Ólafía Danuta Bergsdóttir og Kolka Dögg Ómarsdóttur úr Eskifjarðarskóla hlutu þriðju verðlaun fyrir verkefnið Þaramálning.