Fara í efni
15.12.2022 Fréttir

Sýning á áður óséðum filmum í Safnahúsinu í Neskaupstað

Deildu

Sýndar verða kvikmyndir frá því um miðja síðustu öld úr safni Kjartans Ó. Bjarnasonar og Vigfúsar Sigurgeirssonar. Sýningin mun taka um 45 mínútur og verður henni skipt í tvennt. Í fyrri hluta hennar verða sýndar áður óséðar myndir frá Norðfirði og Austurlandi og í síðari hluta sýningarinnar verður almennara efni, s.s. óeirðarmyndir frá Austurvelli 1949 og fleira.

Öll velkomin og frítt inn. SÚN býður gestum upp á kaffiveitingar.