Síldarvinnslan og SÚN fóru í samstarf við verktakafyrirtækið Hrafnshól, sem hafði kynnt áhugaverða lausn á íbúðaruppbyggingu. Svonefnd módulhús, sem hafa þann kost að byggingartíminn er stuttur, eru sterkbyggð og sérstaklega hönnuð fyrir norðlægar slóðir. Hús af þessari gerð voru fyrst reist í norður Noregi.
Var gerður samningur um byggingu 16 íbúða í tveimur húsum í svonefndri Vík. Húsin koma til með að vera byggð við Hafnarbraut 38 og 40. Að samningnum koma einnig leigufélagið Brák sem kaupir fjórar af 16 íbúðum. Í dag er verið að byggja hátt í 30 íbúðir í Neskaupstað og mikil uppbygging fram undan.
Með þessum módulhúsum er verið að stíga athyglisvert skref í sögu húsbygginga hér á landi en þau eiga fáa sína líka hvað varðar gæði á forsmíðuðum húsum.
Módulhúsin komu til landsins 12. desember síðastliðin með færeyska skipinu Eystnes frá Eistlandi. En þau voru flutt til landsins í 24 lokuðum einingum. Eftir að búið er að reisa sökklana, sem ráðgert er að hefjist strax eftir áramót, verða módulunum raðað saman og eru þá íbúðirnar nánast fullbúnar. En áður en sú vinna hefst þarf að færa og endurnýja lagnir á byggingarstað.
"Með þessum módulhúsum er verið að stíga athyglisvert skref í sögu húsbygginga hér á landi en þau eiga fáa sína líka hvað varðar gæði á forsmíðuðum húsum."