Fara í efni
19.12.2022

Sterkar stelpur – 10 vikna námskeið í boði Fjarðabyggðar og Alcoa Foundation

Deildu

Með henni var Svanhvít Helen Sveinsdóttir sem hélt utan um æfingarnar í Neskaupstað.

Á námskeiðinu sem var fyrir stelpur á aldrinum 13 til 16 ára, voru kenndar lyftur, þrek og teygjur. Auk þess var valin fræðsla fyrir hvern tíma. Í fræðslunni var meðal annars fjallað um næringu, hreyfingu, svefn, tíðahringinn, hormóna og markmiðasetningu.

Námskeiðið var gífurlega vel sótt og voru um 22 stelpur sem sóttu námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

Þetta hafa stelpurnar að segja um námskeiðið:

"Mér fannst mjög gaman og fannst ég læra mjög mikið, sérstaklega um matarræði. Sá það að ég þurfti að borða miklu meira en ég gerði, miðað við æfingarálag."

"Mér fannst þetta námskeið mjög skemmtilegt og ég lærði helling t.d. hvernig á að gera æfingarnar rétt og ýmislegt um næringu. Mér fannst gaman að æfa með svona mörgum stelpum og Katrín var mjög góð í að leiðbeina okkur."

"Námskeiðið sterkar stelpur var bæði mjög skemmtilegt og fræðandi. Mæli með."

"Mér fannst námskeiðið frábært. Skemmtilegar æfingar og ég lærði helling um hreyfingu og matarræði."

"Þetta hjálpaði mér mikið.. mér finnst ég vera sterkari og eykur þolið mitt. Overall var þetta bara mjög skemmtilegt."

"Mér fannst mjög gaman, kem klárlega aftur ef það er í boði annað stelpu námskeið. Þetta var mjög lærdómsríkt en það sem stóð upp úr var að lyfta stöngum."