Fara í efni

Fréttir

09.01.2023

UPPTAKTURINN - TÓNSKÖPUNARVERÐLAUN BARNA OG UNGMENNA

Krakkar í 5.-10. bekk hafa nú eintakt tækifæri til að senda inn drög (demó) að tónverki/lagi sem þau semja sjálf og komast þannig inn í skemmtilegar tónsmíðavinnustofur sem haldnar verða eina helgi í byrjun ársins.
09.01.2023

Sorphirða á eftir áætlun

Sökum ófærðar sem verið hefur undanfarnar vikur er sorphirða á eftir áætlun. Byrjað verður á Norðfirði í dag að tæma gráu tunnuna og svo er haldið áfram eftir dagatalinu. Það eru vinsamleg tilmæli til íbúa að moka frá tunnum og sanda/salta ef mikil hálka er til að auðvelda tæmingu.
06.01.2023

Tilkynning vegna almenns fundar á Eskifirði

Að gefnu tilefni vill Fjarðabyggð árétta vegna þeirra umræðu sem hefur átt sér stað varðandi íþróttahúsi á Eskifirði. Fundur verður haldinn með foreldrum og forráðamönnum barna í grunnskólanum á Eskifirði í næstu viku. Verið er að fara yfir stöðu mála og meta hver næstu skref eru. Fundur með starfsfólki skólans hefur verið boðaður á miðvikudaginn 11. janúar og boðað verður til almenns fundar í næstu viku. Mun boðun fara út á mánudaginn kemur.
06.01.2023

Hirðing jólatrjáa í Fjarðabyggð

Í næstu viku munu starfsmenn þjónustumiðstöðvar byrja að fjarlægja jólatré. Íbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að setja trén út fyrir lóðamörk, með nágrannatrjám ef þess er kostur.
06.01.2023

Stór áfangi í uppbyggingu á Orkugarði Austurlands

Fjarðabyggð og Fjarðarorka, félag í eigu Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) hafa undirritað lóðarleigusamning um lóð á Reyðarfirði undir rafeldsneytisverksmiðju. Um er að ræða fyrsta lóðarleigusamning á Austurlandi undir starfsemi sem þessa og er hann afar mikilvægur áfangi í áframhaldandi uppbyggingu á Orkugarði Austurlands.
04.01.2023

Tilkynning varðandi Eskifjarðarskóla og íþróttahúsið á Eskifirði

Í lok nóvember 2022 var verkfræðistofan EFLA fengin til að taka sýni í rýmum í Eskifjarðarskóla og íþróttahúsinu á Eskifirði vegna gruns um myglu. Niðurstaða sýnatökunnar liggur nú fyrir. Í Eskifjarðarskóla greindist mygla í hluta sýna sem tekin voru á völdum stöðum í byggingunni. Annars vegar er um að ræða fundarherbergi, anddyri á annarri hæð skólans og stofa 312 á þriðju hæð sem tekin var úr notkun í haust vegna áðurnefnds gruns um myglu.
02.01.2023

Hlýindi og hláka 2. - 3. janúar

Í kvöld og á morgun mun veður fara hlýnandi í Fjarðabyggð og þessum hlýindum gæti fylgt talverð rigning skv. veðurspá. Mikill snjór er víða í byggðakjörnum eftir snjókomu síðustu daga og unnið hefur verið að því í dag að hreinsa frá niðurföllum á götum Fjarðabyggðar og losa snjóruðninga. Íbúar eru beðnir að fara varlega þar sem vatn og hálka geta safnast fyrir á götum. Einnig er gott að huga að niðurföllum við hús og að leysingavatn eigi greiða leið að þeim.
02.01.2023

Hreinsun eftir áramót

Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af flugeldum er skotið á loft. Nokkuð mikið er um það að tómir flugeldakassar, spýtur og prik liggi á víð og dreif um bæinn í upphafi árs og biðlum við til íbúa og fyrirtækja á svæðinu að huga að nærumhverfi sínu og taka til eftir áramótagleðina.
30.12.2022

Snjómokstur á gamlársdag og nýársdag

Á gamlársdag verður snjómokstur til klukkan 12:00, ekki verður gert ráð fyrir snjómokstri á nýársdag. Snjómokstur verður þó endurskoðaður ef þurfa þykir. Snjómokstur hefst svo að nýju að morgni 2. janúar.
30.12.2022

Ármótabrennur í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð stendur fyrir áramótabrennum á gamlárskvöld og verður kveikt í þeim stundvíslega kl. 17.00 á efirfarandi svæðum:
30.12.2022

Skrifstofur Fjarðabyggðar opna klukkan 13:00 mánudaginn 2. janúar

Vakin er athygli á því að skrifstofur Fjarðabyggðar opna klukkan 13:00 mánudaginn 2. janúar n.k.
30.12.2022

Ferðir strætó 30. desember

Strætó byrjar að aka aftur eftir hádegið. Fyrstu ferðir frá Neskaupstað er klukkan 14:20 og Fáskrúðsfirði 14:30.
30.12.2022

Snjómokstur 30. desember

Snjómokstur er í fullum gangi í öllum hverfum Fjarðabyggðar og eru um 9 tæki að störfum. Því miður eru 3 tæki biluð á Norðfirði og stendur viðgerð yfir. Vonandi komast þau í lag sem allra fyrst. Færðin er hinsvegar ágæt og er unnið að hreinsun og breikkun gatna.
29.12.2022

Staðan klukkan 14:15

Búið er að prófa spennusetningu á aflspenninum á Stuðlum og rafmagn er að verða komið á alls staðar aftur. Rarik er í viðbragðsstöðu ef spennirinn skyldi leysa út aftur. Einnig er haldið áfram að undirbúa varatengingar og varaafl ef bilun lætur aftur á sér kræla í spenninum.
29.12.2022

Staða mála vegna rafmagnsleysis á Reyðarfirði

Núna kl. 12:30 funduðu fulltrúar Fjarðabyggðar með Rarik nú þar sem farið var yfir stöðu mála vegna rafmagnsleysisins sem verið hefur a Reyðarfirði síðan í morgun. Alvarleg bilun varð í spenni á Stuðlum en Starfsmenn Rarik vinna nú að því að greina bilunina og verið er að bregðast við stöðu mála.
29.12.2022

Skrifstofur Fjarðabyggðar eru lokaðar vegna rafmagnsbilunar

Skrifstofur Fjarðabyggðar eru lokaðar í dag 29.12 vegna rafmagnsbilunar en skiptiborðið er opið.
29.12.2022

Snjómokstur 29. Desember

Snjómokstur er í fullum gangi í öllum hverfum Fjarðabyggðar og eru um 12 tæki að störfum. Áhersla er lögð á sjómokstur á þjónustuleið eitt og tvö og reynt verður að halda þeim opnum eins og hægt er, áður en mokstur hefst á þjónustuleið þrjú. Engir strætisvagnar munu aka í dag fimmtudaginn 29.12, og einnig er líklegt að morgunferðir muni raskast föstudaginn 30.12. Tilhögun snjómoksturs er eftirfarandi: Þjónustuleið 1 – Aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur Þjónustuleið 2 – Aðrar tengibrautir og safngötur, með minni umferð, eru þjónustaðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki eitt. Þjónustuleið 3 – Húsagötur og fáfarnar safngötur er þjónustuðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki eitt og tvö.
29.12.2022

Rafmagnsbilun á Reyðarfirði

Rafmagnsbilun er í gangi á Reyðarfirði. Starfsmenn RARIK eru á leiðinni að skoða hvað veldur. Nýjar upplýsingar verða sendar fyrir kl. 10. Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9000 Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof
28.12.2022

Slæm veðurspá 29.desember

Veðurútlit í nótt og á morgun er ekki gott. Veðurspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir hvössum vindi og ofankomu. Gefin hefur verið út gul veðurviðvörun sem tók gildi núna kl. 21:00 og gildir til kl. 06:00 þann 30.12. En gert er ráð fyrir norðan- og norðaustan átt 15 – 23 metrum á sek. með snjókomu og skafrenningi.
28.12.2022

Staða mála varðandi snjómokstur 28. desember

Talsverð ofankoma hefur verið í Fjarðabyggð að undanförnu og mikið af snjó safnast upp og nú er unnið að mokstri og hreinsun gatna í öllum hverfum Fjarðabyggðar. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir. Vegna bilana í snjómoksturstækjum hefur mokstur á Eskifirði því miður ekki gengið sem skyldi, en unnið er að því að fjölga tækjum þar.
28.12.2022

Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð

Í gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð sem tekur gildi 1.janúar 2023 er kveðið á um að aftur verði farið að innheimta gjald fyrir losun óendurvinnanlegs úrgangs á móttöku- og söfnunastöðvum. Samþykkt hefur verið í umhverfis- og skipulagsnefnd að 3. grein gjaldskrárinnar taki ekki gildi fyrr en 1.mars 2023. Þessi breyting ásamt fleiri breytingum í úrgangsmálum verður kynnt fyrir íbúum snemma á nýju ári.
28.12.2022

Bæjarstjórnarfundur 28. desember- Bein útsending

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar miðvikudaginn 28. desember klukkan 15:00 og verður haldinn í gegnum fjarfundakerfið ZOOM. Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér.
27.12.2022

Snjómokstur 27. desember

Allar götur eiga að vera orðnar færar í Fjarðabyggð og er nú unnið að breikkun og hreinsun í dag og næstu daga. Staðan varðandi snjómokstur er í sífeldri skoðun á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar og vel fylgst með stöðu mála. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir. Forgangur 1 – Aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur Forgangur 2 – Aðrar tengibrautir og safngötur, með minni umferð, eru þjónustaðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki 1 Forgangur 3 – Húsagötur og fáfarnar safngötur
26.12.2022

Snjómokstur 26. desember

Sökum veðurs er kappkostað við að halda öllum stofnbrautum opnum í Fjarðabyggð. Þegar veður gengur niður verður farið í að moka aðrar leiðir. Staðan varðandi snjómokstur er í sífeldri skoðun á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar og vel fylgst með stöðu mála. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir.
23.12.2022

Vinningssögur í jólasmásagnakeppninni Menningarstofu Fjarðabyggðar árið 2022

Líkt og í fyrra og árið þar áður tilkynnum við hjá Menningarstofunni rétt áður en jólaklukkurnar klingja og við höldum í jólafríið úrslit jólasmásagnakeppninnar okkar. Það sannast hér enn og aftur að það býr margur góður rithöfundurinn í Fjarðabyggð og það sýndi sig og sannaði þegar kallað var eftir jólasmásögum í þremur aldursflokkum grunnskólans.
22.12.2022

Opinn kynningarfundur um Grænan orkugarð

Boðað er til opins kynningarfundar vegna stöðu mála á Grænum Orkugarði. Fundurinn fer fram í húsnæði Austurbrúar á Reyðarfirði, fimmtudaginn 22. desember klukkan 17:00. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í gegnum fjarfundarkerfið ZOOM með því að smella hér. Öll velkomin.
22.12.2022

Rafmagnslaust verður á Reyðarfirði í efsta hluta

Rafmagnslaust verður Reyðarfirði í efsta hluta Heiðarvegar, Efstagerði og hluta af Hæðargerði 22.12.2022 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við nýja spennistöð. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
21.12.2022

Rafmagnstruflanir á Reyðarfirði og Mjóeyrarhöfn

Rafmagnstruflanir gætu orðið á Reyðarfirði og Mjóeyrarhöfn 22.12.2022 frá kl 10:00 til kl 15:00 vegna vinnu við nýja spennistöð. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
20.12.2022

Bilun í veitukerfi í Naustahvammi Norðfirði

Vegna bilunnar í veitukerfi Fjarðabyggðar er vatnslaust í Naustahvammi í Norðfirði. Unnið er að viðgerð, biðjum við íbúa að fara sparlega með vatn ef kostur er.
19.12.2022

Veður og snjómokstur

Veturkonungur minnir nú á sig víða og Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir talsverði ofankomu og vindi á Austurlandi næsta sólarhring og er gul veðurviðvörun í gildi. Staðan varðandi snjómokstur er í sífeldri skoðun há framkvæmdasviði Fjarðabyggðar og vel fylgst með stöðu mála. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir. Fyrir frekari upplýsingar í tilhögun snjómoksturs og hálkueyðingar í Fjarðabyggð er bent á verklagsreglur sem finna má á heimasíðunni með því að smella hér. Kort sem sýna þjónustuflokka gatna í hverjum byggðakjarna má svo finna hér.