Fara í efni

Fréttir

28.12.2022

Staða mála varðandi snjómokstur 28. desember

Talsverð ofankoma hefur verið í Fjarðabyggð að undanförnu og mikið af snjó safnast upp og nú er unnið að mokstri og hreinsun gatna í öllum hverfum Fjarðabyggðar. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir. Vegna bilana í snjómoksturstækjum hefur mokstur á Eskifirði því miður ekki gengið sem skyldi, en unnið er að því að fjölga tækjum þar.
28.12.2022

Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð

Í gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð sem tekur gildi 1.janúar 2023 er kveðið á um að aftur verði farið að innheimta gjald fyrir losun óendurvinnanlegs úrgangs á móttöku- og söfnunastöðvum. Samþykkt hefur verið í umhverfis- og skipulagsnefnd að 3. grein gjaldskrárinnar taki ekki gildi fyrr en 1.mars 2023. Þessi breyting ásamt fleiri breytingum í úrgangsmálum verður kynnt fyrir íbúum snemma á nýju ári.
28.12.2022

Bæjarstjórnarfundur 28. desember- Bein útsending

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar miðvikudaginn 28. desember klukkan 15:00 og verður haldinn í gegnum fjarfundakerfið ZOOM. Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér.
27.12.2022

Snjómokstur 27. desember

Allar götur eiga að vera orðnar færar í Fjarðabyggð og er nú unnið að breikkun og hreinsun í dag og næstu daga. Staðan varðandi snjómokstur er í sífeldri skoðun á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar og vel fylgst með stöðu mála. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir. Forgangur 1 – Aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur Forgangur 2 – Aðrar tengibrautir og safngötur, með minni umferð, eru þjónustaðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki 1 Forgangur 3 – Húsagötur og fáfarnar safngötur
26.12.2022

Snjómokstur 26. desember

Sökum veðurs er kappkostað við að halda öllum stofnbrautum opnum í Fjarðabyggð. Þegar veður gengur niður verður farið í að moka aðrar leiðir. Staðan varðandi snjómokstur er í sífeldri skoðun á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar og vel fylgst með stöðu mála. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir.
23.12.2022

Vinningssögur í jólasmásagnakeppninni Menningarstofu Fjarðabyggðar árið 2022

Líkt og í fyrra og árið þar áður tilkynnum við hjá Menningarstofunni rétt áður en jólaklukkurnar klingja og við höldum í jólafríið úrslit jólasmásagnakeppninnar okkar. Það sannast hér enn og aftur að það býr margur góður rithöfundurinn í Fjarðabyggð og það sýndi sig og sannaði þegar kallað var eftir jólasmásögum í þremur aldursflokkum grunnskólans.
22.12.2022

Opinn kynningarfundur um Grænan orkugarð

Boðað er til opins kynningarfundar vegna stöðu mála á Grænum Orkugarði. Fundurinn fer fram í húsnæði Austurbrúar á Reyðarfirði, fimmtudaginn 22. desember klukkan 17:00. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í gegnum fjarfundarkerfið ZOOM með því að smella hér. Öll velkomin.
22.12.2022

Rafmagnslaust verður á Reyðarfirði í efsta hluta

Rafmagnslaust verður Reyðarfirði í efsta hluta Heiðarvegar, Efstagerði og hluta af Hæðargerði 22.12.2022 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við nýja spennistöð. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
21.12.2022

Rafmagnstruflanir á Reyðarfirði og Mjóeyrarhöfn

Rafmagnstruflanir gætu orðið á Reyðarfirði og Mjóeyrarhöfn 22.12.2022 frá kl 10:00 til kl 15:00 vegna vinnu við nýja spennistöð. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
20.12.2022

Bilun í veitukerfi í Naustahvammi Norðfirði

Vegna bilunnar í veitukerfi Fjarðabyggðar er vatnslaust í Naustahvammi í Norðfirði. Unnið er að viðgerð, biðjum við íbúa að fara sparlega með vatn ef kostur er.
19.12.2022

Veður og snjómokstur

Veturkonungur minnir nú á sig víða og Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir talsverði ofankomu og vindi á Austurlandi næsta sólarhring og er gul veðurviðvörun í gildi. Staðan varðandi snjómokstur er í sífeldri skoðun há framkvæmdasviði Fjarðabyggðar og vel fylgst með stöðu mála. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir. Fyrir frekari upplýsingar í tilhögun snjómoksturs og hálkueyðingar í Fjarðabyggð er bent á verklagsreglur sem finna má á heimasíðunni með því að smella hér. Kort sem sýna þjónustuflokka gatna í hverjum byggðakjarna má svo finna hér.
19.12.2022

Sterkar stelpur – 10 vikna námskeið í boði Fjarðabyggðar og Alcoa Foundation

Í þessari viku var að ljúka 10 vikna námskeið sem ber heitið "Sterkar stelpur". Námskeiðið var kennt einu sinni í viku í Neskaupstað og á Reyðarfirði en þátttakendur komu frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Hugmyndin af þessu námskeiði kom frá Katrínu Jóhannsdóttur sem sá einnig um útfærslu á æfingum og fræðslu og hélt utan um námskeiðið á Reyðarfirði. Katrín er ÍAK styrktarþjálfari og hefur þjálfað CrossFit í þrjú ár ásamt því að hafa komið á fót námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í CrossFit.
19.12.2022

Tillaga að deiliskipulagi fyrir skíðamiðstöðina í Oddsskarði - auglýsing

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15.12.2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir skíðamiðstöðina í Oddsskarði samkvæmt við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.12.2022

Undirritun samstarfssamnings Fjarðabyggðar og Samtakanna ´78

Föstudaginn 16. desember skrifuðu Hjördís Helga Seljan forseti bæjarstjórnar og Daníel E. Arnarson framkvæmdarstjóri Samtakanna '78 undir samstarfsamning um þjónustu samtakanna við Fjarðabyggð. Fjarðabyggð er sjötta sveitarfélagið sem semur um fræðslu og ráðgjöf við Samtökin ´78. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni.
16.12.2022

Uppbygging í Fjarðabyggð

Síldarvinnslan og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað hófu samstarf síðastliðið vor um uppbyggingu íbúðarbygginga í Neskaupstað. Mikill uppgangur hefur verið í Fjarðabyggð undanfarna áratugi sem kallar á aukið framboð á húsnæði. Frá árinu 2019 hefur verið úthlutað 66 lóðum undir íbúðir. Á árinu sem nú er að líða eru 58 íbúðir áformaðar og í byggingu, og hafa 11 íbúðir verið fullkláraðar. Íbúum Fjarðabyggðar hefur fjölgað um 67 sem af er ári og eru í dag um 5254.
15.12.2022

Bæjarstjórnarfundur 15. desember - Bein útsending

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmutdaginn 15. desember í fundarsal Austurbrúar á Reyðarfirði. Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér.
15.12.2022

Sýning á áður óséðum filmum í Safnahúsinu í Neskaupstað

Kvikmyndasafn Íslands, í samstarfi við Mynda- og skjalasafn Norðfjarðar, stendur fyrir sýningu á áður óséðum filmum í Safnahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn 27. desember klukkan 17:00.
13.12.2022

Mikil­vægt að huga að réttri orku­notkun í frostinu

Vegna þeirra miklu frosthörku sem gengur yfir landið sem hafa áhrif á upphitun húsa. Ekki þykir ástæða til að biðja fólk sérstaklega um að spara notkun á heitu vatni, hinsvegar er mikilvægt að fara vel yfir stillingar á heimilum. Mikilvægt er að passa upp á að stilla hitastig ekki óþarflega hátt inni í húsum og passa upp á að ekki sé óþörf útloftun.
12.12.2022

Litla stúlkan með eldspýturnar - leiksýning

Alcoa Fjarðaál, í samstarfi við Sláturhúsið og Menningarstofu Fjarðabyggðar, býður börnum á jólasýninguna Litla stúlkan með eldspýturnar 17. og 18. desember. Litla stúlkan með eldspýturnar er ævintýri sem flestir þekkja. Snæfríður Ingvarsdóttir og Sigurður Ingvarsson hafa sett söguna í nýjan og nútímalegan búning.
12.12.2022

Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar

Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals voru haldnir 7. og 8. desember. Haldnir voru þrennir tónleikar og komu um 75 nemendur fram á þeim og mættu hátt í 200 áhorfendur. U.þ.b. 100 nemendur stunda nám við skólann og er mikil gróska í starfinu.
12.12.2022

Margt um að vera í leikskólanum Kærabæ

Sú hefð hefur skapast í Kærabæ í nóvember og desember að bjóða eldri borgurum Fjarðabyggðar í heimsókn. Í upphafi á aðventu er foreldrum svo boðið í morgunverð. Af tilefni degi íslenskra tungu eru eldri borgurum boðið í Kærabæ, hafa börning sett sýningu á svið sem var bæði í formi söngs og leikþáttar og í lokin var gestum boðið upp á veitingar.
09.12.2022

Er Ísland tilbúið fyrir nýja tíma?

Þann 24. nóvember var haldinn vinnustofa á vegum Orkugarðs Austurlands (OGA) í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Umræðuefnið var innviðauppbygging sem er nauðsynleg svo orkuskipti geti átt sér stað í skipaflotanum, ásamt spennandi núsköpunarverkefnum og frekari nýting grænna tækifæra á Austurlandi. Frummælendur á vinnustofunni voru Jón Björn bæjarstjóri, Anna-Lena Jeppson verkefnastjóri hjá CIP, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Sigríður Mogensen sviðstjóri iðnaðar- og hugverkasvið.
08.12.2022

Jólahúfudagur og piparkökur málaðar í Grunnskólanum á Reyðarfirði

Á þriðjudaginn hittust allir nemendur og kennarar á sal í grunnskólanum á Reyðarfirði á viðburð sem ekki hefur náðst að halda í tvö ár, vegna sóttvarnaraðgerða. Á þriðjudaginn gátu þau svo loksins komið öll saman og málað piparkökur. Byrjað var á því að syngja saman jólalög sem nemendur í 1. bekk höfðu valið en í framhaldinu dreifðu fulltrúar nemendaráðs piparkökum og glassúr til allra nemenda í salnum og máluðum við af miklum móð undir dynjandi jólatónlist.
06.12.2022

Slökkviliðsæfing í Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum

Dagana 30. nóvember og 1. desember síðastliðinn fór fram æfing viðbragðsaðila ásamt Vegagerðinni í Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum. Æfð voru viðbrögð við bílslysi í göngunum þar sem eldur kviknar í kjölfarið. Markmið æfingarinnar var meðal annars að meta viðbrögð og vinnu í jarðgöngum, hvernig reykur hagar sér í göngunum, hvort hægt sé að stjórna honum, samstarf og samskipti milli viðbragðsaðila og að yfirfara brunaáætlun fyrir göngin. Æfingin var unnin í samstarfi við Slökkvilið Fjarðabyggðar, Slökkvilið Akureyrar lögregluna á austurlandi og Vegagerðina. Ásamt þeim fylgdist með lið frá Slökkvilið Hornafjarðar til að undirbúa æfingu í sínum göngum. Slökkvilið Akureyrar kom með æfingarbúnað sem Vegagerðin á. Um er að ræða sérstakan búnað til að setja upp æfingar í jarðgöngum.
05.12.2022

Þorsteinn Guðjónsson lætur af störfum

Þorsteinn Sigurður Guðjónsson lét af störfum og fór á eftirlaun 30. nóvember síðastliðinn eftir rúm 40 ára starfsferil hjá Fjarðabyggð. Þorsteinn hóf fyrst störf í Neskaupstað árið 1981. Eitt af hans fyrstu verkum var að fara til Akureyrar og rífa niður malbikunarstöð sem var þar og flytja hana austur. Á þeim tíma var varla malbikuð gata á Norðfirði. Þessi malbikunarstöð var svo notuð í hátt 20 ár. Árið 1982 er Þorsteinn svo fastráðinn og hefur starfað allar götur síðan hjá Neskaupstað og svo Fjarðabyggð eftir sameininguna 1998. Þorsteinn gengdi ýmsum störfum, hann var meðal annars varaslökkvistjóri frá 1999-2019 samhliða störfum sínum sem bæjarverkstjóri. Starfsfólk Fjarðabyggðar þakkar Þorsteini fyrir samstarfið í gegnum árin og óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni.
01.12.2022

Endurnýjun á lóðaleigusamningum

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar kallar eftir því að að útrunnir lóðarleigusamningar verði endurnýjaðir. Lóðaleigusamningar gilda oftast í 30-50 ár. Með því að hafa lóðaleigusamningana í lagi auðveldar það íbúum að átta sig á sínum lóðarmörkum og getur það oft komið í veg fyrir óþarfa árekstra og misskilning. Ef þig grunar að lóðarleigusamningurinn þinn sé útrunninn getur þú kannað það með að senda tölvupóst á skipulags- og umhverfisfulltrúa á netfangi aron.beck@fjardabyggd.is.
01.12.2022

Eftirlegukindur á heiðum í Fjarðabyggð

Fjallskilastjóri Fjarðabyggðar óskar eftir því við rjúpnaskyttur sem og aðrir göngumenn láta vita ef vart verður við sauðfé upp á heiðum eða á öðrum stöðum langt frá byggð í sveitarfélaginu. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um kindur sem sáust innst í Fannardal í byrjun nóvember. Fjallskilastjóri er Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sími: 8448565, tölvupóstur turidurlilly@gmail.com
30.11.2022

Gestir frá Lettlandi

Í byrjun mánaðarins fengu nemendur og kennarar Eskifjarðarskóla í heimsókn gesti frá Krotes Skola í Lettlandi, var þar um að ræða sex nemendur og þrjá kennara. Tilefnið var að endurgjalda heimsókn sem farin var með 9. bekk árið 2019 en verkefnið er styrkt af Nord Plus sjóðnum. Lettarnir fóru meðal annars í heimsókn í VA, heimsóttu náttúrugripasafnið og sundlaugina í Neskaupsstað, fóru í kynningu og siglingu með Löxum, sundlaugina á Eskifirði, fengu að prufa rafíþrótta aðstöðuna, pílukasts aðstöðuna, skoðuðu sjóminjasafnið sem og að nemendum var boðið í mat hjá eskfiskum fjölskyldum. Allt heppnaðist einstaklega vel og voru það glaðir og ánægðir gestir sem yfirgáfu Austulandið 6. nóvember síðastliðinn.
29.11.2022

Lokun á Norðfjarðargöngum og Fáskrúðfjarðagöngum

Norðfjarðargöng verða lokuð á morgun 30. nóvember frá klukkan 20:00 - 23:00 (engin hjáleið) og Fáskrúðsfjarðargöng lokuð 1. desember á sama tíma vegna æfingar slökkviliðs. Hjáleið verður um Vattarnesveg (955) á meðan æfing stendur yfir. https://twitter.com/Vegagerdin/status/1597479893310181377 https://twitter.com/Vegagerdin/status/1597479923794739200
29.11.2022

Sterkur Stöðvarfjörður: Úthlutun styrkja

Sterkur Stöðvarfjörður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Fjarðabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar. Verkefnið er eitt af nokkrum byggðaþróunarverkefnum á landsbyggðinni sem starfa undir merkjum Brothættra byggða og hófst í mars á þessu ári með vel heppnuðu íbúaþingi. Að þessu sinni var sjö milljónum úthlutað úr frumkvæðissjóði verkefnisins. Alls bárust 18 umsóknir í sjóðinn og fengu 13 verkefni styrk. Verkefnin eru fjölbreytt og áhugaverð og stuðla að bættu mannlífi, atvinnusköpun og fegrun umhverfisins. Það verður spennandi að fylgjast með styrkhöfum vinna að sínum verkefnum á næstu misserum.