Verði þessar brýr fyrir einhverju frekara tjóni þá mun það hafa gríðarmiklar afleiðingar fyrir flutninga, hvort sem er vöru- eða fólks, fyrir fjórðunginn allan. Við þetta ástand getur sveitarfélagið ekki unað og hvetur Innviðaráðherra og Vegagerðina til að farið verði í framkvæmdir við endurnýjun þeirra sem fyrst svo hættuástand skapist ekki vegna ástands þeirra. Þá er ekki síður mikilvægt að fara í framkvæmdir vegna einbreiðra brúa í botni Fáskrúðsfjarðar sem svipað er ástatt fyrir.
06.03.2023
Bókun bæjarráðs varðandi vegamál
