Á námskeiðinu verður farið í gegnum litafræði, formfræði og myndbygginu. Kennt verður um áhrif lita, vægi forma og hlutfalla á fleti/rými, kynnst verður sjónrænum áhrifum þessa þátta og aðferðum við að nota þessa þekkingu meðvitað í útfærslum í átt að tilbúnu myndverki.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um námskeiðið
Þann 19. mars þá mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Tónlistarmiðrtöðinni á austurlandi. Efnisskrá kórsins að þessu sinni er bandarísk kórtónlist og kennir þar ýmissa grasa. Flutt verða nokkur af glæsilegustu nýrri kórverkum höfuðtónskálda Bandaríkjanna. Einnig eru á efnisskránni þjóðlög, trúarleg lög og þekkt popplög í nýjum og afar metnaðarfullum útsetningum. Meðal lagahöfunda má nefna Paul Simon, Eric Whitacre, Jake Runestad, Billy Joel, Ola Gjeilo, Réne Clausen og Morten Lauridsen.