Öll urðun á frauðplasti hefur neikvæð áhrif á umhverfið. Hingað til hefur allt frauðplast farið til urðunar í sveitarfélaginu þar sem ekki hafa verið til staðar innviðir til að endurvinna þessa tegund úrgangs. Með þessu framtaki hefur Fjarðarbyggð komist í forystu á landsbyggðinni með því að koma frauðplasti í endurvinnslufarveg.
Snjalllausnir úrgangs byggja á því að streyma upplýsingum um losun með rafrænum hætti. Í Fjarðabyggð var komið upp rafænni skráningu fyrir rúmu ári síðan þar sem upplýsingar streyma inn í umhverfisgagnagrunn um leið og úrgangur er vigtaður, hvort sem um er að ræða úrgang til urðunar eða til endurvinnslu. Allt endurvinnsluhráefni er skráð eftir skilgreindu flokkunarkerfi og umhverfisgrunnur úrgangs heldur síðan utan um alla skráningu: magn, tegund, úrvinnsluleið og uppruna á almennum úrgangi. Þetta hjálpar sveitarfélaginu að vinna markvisst að því að lágmarka hlutfall almenns úrgangs og hámarka endurvinnsluhlutfallið.
Fjarðabyggð hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í þessu metnaðarfulla verkefni með því að styðja almenna flokkun úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum. Vélin er staðsett við móttökustöðina á Reyðarfirði.