Fram kom í könnun sem gerð var á meðal þátttakenda að mikill meirihluti þeirra sem tekið hafa þátt finna jákvæð eða mjög jákvæð áhrif á heilsufar sitt.
93% þátttakenda sem tekið hafa þátt í verkefninu síðan snemma í haust segjast finna fyrir betri líkamlegri líðan og 79% þátttakenda lýsa jákvæðum áhrifum á andlega og félagslegri líðan frá því þeir hófu þátttöku. Metþátttaka var á námskeiðin í Fjarðabyggð, en um 120 einstaklingar taka þátt í því.
Í upphafi verkefnisins er heilsufar allra þátttakenda mælt og skráð, og er svo öll þjálfun sniðin sérstaklega fyrir hvern og einn. Verkefnið er sex mánaða langt og hægt er að framlengja ef fólk kýs svo.
