Íþróttahúsið er um 1500 fermetrar að stærð ásamt um 200 fermetra tengibyggingu við eldra íþróttahús. Mun þar fara fram fjölbreytt starfsemi, eins og kennsla frá grunnskólanum á Reyðarfirði, íþróttastarfsemi íþróttafélaga sem og íbúum stendur til boða að leigja tíma undir sína íþróttaiðkun.
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri sagði í ávarpi sínu ,,nýja íþróttahúsið á Reyðarfirði væri góð viðbót við þá flóru sem fyrir væri í Fjarðabyggð og bætti íþróttaðastöðu í sveitarfélaginu til muna".
Hægt verður að spila allar helstu inni íþróttir, má þar nefna, blak, körfubolta, handbolta, badminton og tennis. Einnig verður settur upp klifurveggur sem verður þá sá fyrsti á Austurlandi og ráðgert að hann verði kominn upp með vorinu.
Að auki mun Launafl gefa stigatöflu og Byko dómarastól fyrir blak.