Fara í efni
04.01.2023

Tilkynning varðandi Eskifjarðarskóla og íþróttahúsið á Eskifirði

Deildu

Í Íþróttahúsi Eskifjarðar greindist mygla í sýnum sem tekinn voru úr suðaustur vegg hússins, en ekki úr öðrum sýnum sem tekin voru í húsinu. Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar vinnur nú að því að fara í viðhaldsaðgerðir sem þarf vegna þessara mála og meta byggingarnar frekar. Þessi vinna verður unninn í nánu samstarfi við sérfræðinga EFLU, skólastjórnendur, foreldra, nemendur og starfsfólk í Eskifjarðarskóla. Í næstu viku er stefnt á að funda með starfsmönnum Eskifjarðarskóla og verða sérfræðingar frá EFLU á þeim fundi til að fara yfir niðurstöður sýnatökunnar.