Fara í efni
27.03.2023 Fréttir

Skólahald í Fjarðabyggð – Þriðjudaginn 28. mars

Deildu

Staðan verður tekin á nýjan leik í fyrramálið og gefin út tilkynning upp úr kl. 11:00. Fólk er beðið að fylgjast vel með miðlum sveitarfélagsins vegna þessa auk tilkynninga um aðra þætti í þjónustu sveitarfélagsins.

Skólahald verður með hefðbundnum hætti á Reyðarfirði, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði.

Snjóruðningur mun hefjast allstaðar snemma í fyrramálið, en þar er mikið verk fyrir höndum. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir.