Veðrið og ástand vegna rýminga mun hafa áhrif á þjónustu sveitarfélagsins upp að einhverju marki.
- Engar ferðir verða eknar í almenningssamgöngukerfi Fjarðabyggðar 30. mars
- Engin kennsla í Nesskóla, Eyrarvöllum, og Tónskóla Neskaupstaðar fimmtudag og föstudag.
- Leikskólinn Dalborg verður einnig lokaður fimmtudaginn 30. mars. vegna rýmingar á svæði 4 á Eskifirði
- Gámavellir Fjarðabyggðar verða ekki opnir 30. mars
- Veðrið mun hafa áhrif á sorphirðu næstu daga.
Mjög mikill snjór er í öllum byggðakjörnum eftir mikla snjókomu síðustu daga. Í dag hefur verið unnið að því að hreinsa frá niðurföllum á götum Fjarðabyggðar, eins og hægt er og tryggja að leysinga vatna eigi einhverja leið í gegnum snjóruðninga.
Íbúar eru beðnir að fara varlega þar sem vatn og hálka geta safnast fyrir á götu og eins er fólk hvatt til að huga að niðurföllum við hús og reyna að tryggja leysingavatni örugga leið að þeim.