Fara í efni

Fréttir

30.03.2023

Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi - fimmtudagur 30. mars kl. 9:35

Gert er ráð fyrir að úrkoma á Austurlandi nái hámarki síðar í dag og allar varúðarráðstafanir því enn til staðar vegna snjóflóðahættu meðal annars. Verið er að skoða mögulega opnun milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um Fannardal sem og frá Reyðarfirði yfir á Egilsstaði um Fagradal. Báðir þessir vegarkaflar eru lokaðir sem stendur. Vegna mögulegrar úrkomu í formi rigningar eru íbúar beðnir um að huga að niðurföllum vegna vatnsaga. Fundur er með Veðurstofu og Almannavörnum kl.11 í dag þar sem staðan verður metin. Íbúar beðnir um að huga vel að tilkynningum á vef Almannavarna, Veðurstofu og Vegagerðar sem og á fésbókarsíðum lögreglu og sveitarfélaga.
30.03.2023

Bæjarstjórn Kópavogs sendir hlýjar kveðjur til íbúa Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Kópavogs fundaði í gær og stóðu allir fulltrúar hennar saman að því að senda kveðju til Fjarðabyggðar. Bókun bæjarstjórnar Kópavogs var svohljóðandi: ,,Bæjarstjórn Kópavogs sendir hlýjar kveðjur til Fjarðabyggðar í ljósi þeirra hamfara sem hafa dunið þar yfir.Hugur okkar er hjá íbúum Fjarðabyggðar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og standa nú í ströngu við að takast á við afleiðingar atburðanna."
30.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð 30. mars

Aðstæður vegna rýminga og ofanflóðahættu hafa áhrif á skólastarf í Fjarðabyggð eins og þegar hefur verið auglýst. Ekkert skólastarf verður í Nesskóla, Eyrarvöllum, Tónskóla Neskaupstaðar og Dalborg vegna rýminga þar og ofanflóðahættu Skólastarf í örðum skólastofnunum í Fjarðabyggð verður óbreytt. Vegna veðurs verður börnum þó ekki ekið milli Breiðdalsvikur og Stöðvarfjarðar en þess í stað kennt á sitthvorum staðnum.
30.03.2023

Snjómokstur fimmtudaginn 30. mars

Snjómokstur er víða í fullum gangi og mun ganga samkvæmt áætlun í öllum hverfum. Mikill krapi er, sem hætt er við að breytist í vatnselg þegar líða tekur á daginn. Gert er ráð fyrir að það verði orðið vel fært um flestar götur í Fjarðabyggð uppúr hádegi. Einnig eru það vinsamleg tilmæli til íbúa að þeir leggi bílum sínum ekki þannig að það tefji fyrir snjómokstri. Mikilvægt er að íbúar hugi að niðurföllum í nærumhverfi sínu til að koma í veg fyrir vatnstjón.
29.03.2023

Staða mála vegna veðurviðvörunar og ofanflóðahættu

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér veðurviðvaranir vegna slæmrar veðurspár næstu sólarhringa. Veðrinu mun fylgja mikil ofankoma, snjókoma, slydda og síðan rigning skv. veðurspá. Vel er fylgst með stöðu mála varðandi stöðu ofanflóða, rýmingar eru í gildi í Neskaupstað og Eskifirði og vel fylgst með stöðu mála á öðru stöðum. Allar tilkynningar varðandi það eru birtar á heimasíðu Almannavarna, fésbókarsíðu lögreglunnar, heimasíðu Fjarðabyggðar og samfélagsmiðlum.
29.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi 29. mars kl. 17:30

Fundur var áðan með Veðurstofu vegna mikillar úrkomu á Austfjörðum næsta eina og hálfa sólarhringinn eða svo. Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Byrjar á sunnanverðum fjörðunum. Snjókomu er spáð og rigningu. Það er mat Veðurstofu að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. Vegna mögulegra krapaflóða eru íbúar þó beðnir um að hafa varann á nærri árfarvegum. Íbúar beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu á vefmiðlum.
29.03.2023

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2022 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Miðvikudaginn 29. mars 2023 fer fram fyrri umræða bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2022. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 13. apríl næstkomandi.
29.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð – Fimmtudag 30. mars og föstudag 31. mars

Í ljósi þeirra aðstæðan sem uppi eru í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hefur verið ákveðið að ekkert skólahald verður í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama á við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verður ekki skólhald þessa daga.
29.03.2023

BÆJARSTJÓRNARFUNDUR MIÐVIKUDAGINN 29. MARS - BEIN ÚTSENDING

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar miðvikudaginn 29. mars, klukkan 16:15.Ssökum aðstæðna fer fundurinn fram á Zoom. Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér.
29.03.2023

Dagskrá Páskafjörs

Miðvikudagur Oddsskarð opið 13-19 Sundlaugar opnar 07-20 20:00 Karl Orgeltríó ásamt Sölku Sól í Tónlistarmiðstöð Austurlands Skírdagur Oddsskarð opið 10-16 Sundlaugar opnar 11 -19 Sundlaugadiskó 17 -19 í sundlaug Eskifjarðar Föstudagurinn langi Oddsskarð opið 10-16 Sundlaugar opnar til 19:00 11:00 – 14:00 Snjósleðaferð um Gerplusvæðið mæting í Oddsskarð 16:00 mæting í topplyftu og rent í Randúlf 16:30 Aprés Ski Tortúla party í Randúlf 16 – 20 Randúlf réttur dagsins 22:30 Aldamótatónleikar húsið opnar 21:00
29.03.2023

Snjóflóð og ofankoma síðustu daga.

Bæjarráð vill koma áleiðis þökkum til samfélagsins alls og þeirra viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina í því hættuástandi sem skapast hefur síðustu daga í Neskaupstað og á Eskifirði. Atburðir gærdagsins sýna enn og aftur hversu öflugar viðbragðssveitir eru til staðar í Fjarðabyggð og eiga þær allar þakkir skildar.
29.03.2023

Snjómokstur miðvikudaginn 29. mars

Snjómokstur er í fullum gangi og öll tæki eru komin út og mun ganga samkvæmt áætlun í öllum hverfum. Þar sem mjög þungfært er víða mun snjómokstur ganga hægt fyrir sig. Einnig eru það vinsamleg tilmæli til íbúa að þeir leggi bílum sínum ekki þannig að það tefji fyrir snjómokstri.
28.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð miðvikudaginn 29. mars

Skólahald fellur niður í leik-, grunn- og tónskóla í Neskaupstað og á leikskólanum Dalborg, að Dalbraut Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla verður opinn. Auk þess mun ekkert skólahald verða í Verkmenntaskóla Austurlands. Víðtækar rýmingar eru enn í gildi á þessum stöðum, sem ljóst er að hefur áhrif á starfsemi þessara stofnanna.
28.03.2023

Aflétting rýmingar að hluta á Neskaupstað

Aðstæður á austfjörðum með tilliti til snjóflóðahættu hafa verið metnar í dag af Veðurstofu Íslands í Neskaupstað, á Seyðisfirði og Eskifirði. Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á hluta húsa í Neskaupstað og á Seyðisfirði sem rýmd voru í gær.
28.03.2023

Tafir á sorphirðu vegna veðurs

Sökum veðurs verða tafir á sorphirðu þessa vikuna, við munum gera okkar allra besta við að tæma eins og veður og færð leyfir. Frekari upplýsingar verða settar inn næstu daga að morgni hver dags um það hvar á að tæma hverju sinn. Mikilvægt er að íbúar tryggi aðgengi að tunnunum og moki frá sorpgeymslum til að greiða leið sorphirðufólks þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar.
28.03.2023

Fundur með fulltrúum Náttúruhamfaratrygginga frestast vegna ófærðar

Fulltrúar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands komu til Egilsstaða í morgun þriðjudaginn 28. mars. Áætlað var að þeir yrðu í Egilsbúð frá klukkan 11:00 - 13:00.
28.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð þriðjudaginn 28. mars

Ekkert skólahald verður í leik- grunn-, og tónlistarskólum í Neskaupstað, á Eskifirði, og Fáskrúðsfirði eftir hádegið í dag. Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum verður rýmingum ekki aflétt á Eskifirði og í Neskaupstað eins og staðan er og vegna fannfergis er færð á Fáskrúðsfirði enn afar þung.
28.03.2023

Tilkynning frá aðgerðastjórn lögreglu 28. mars kl. 11:40

Fundur var með Veðurstofu í morgun þar sem staðan var metin á austfjörðum m.t.t. snjóflóðahættu og veðurs framundan. Ákveðið var að aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað.
28.03.2023

Frítt í sundlaugina á Eskifirði og Stefánslaug

Frítt verður í sundlaugina á Eskifirði og Stefánslaug til og með föstudeginum 31. mars
28.03.2023

Vegna komu fulltrúa frá Náttúruhamfaratryggingum

Fulltrúar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands komu til Egilsstaða í morgun þriðjudaginn 28. mars. Áætlað var að þeir yrðu í Egilsbúð frá klukkan 11:00 - 13:00.
28.03.2023

Mikilvægt er að íbúar moki frá bifreiðum sínum

Það eru vinsamleg tilmæli til íbúa að þeir moki frá bílum sínum svo snjóruðningsmenn sjái bíla þegar verið er að ryðja vegi.
28.03.2023

Snjómokstur þriðjudaginn 28. mars

Snjómokstur er í fullum gangi og öll tæki eru komin út og mun ganga samkvæmt áætlun í öllum hverfum. Þar sem mjög þungfært er mun snjómokstur ganga hægt fyrir sig. Einnig eru það vinsamleg tilmæli til íbúa að þeir leggi bílum sínum ekki þannig að það tefji fyrir snjómokstri.
27.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð – Þriðjudaginn 28. mars

Ekkert skólahald verður í leik- og grunnskólum í Neskaupstað, á Eskifirði, og Fáskrúðsfirði á morgun. Auk þess mun ekkert skólahald verða í Verkmenntaskóla Austurlands heldur. Á öllum þessum stöðum er þungfært víða á götum og göngustígum auk þess sem rýming er enn í gildi á Eskifirði og í Neskaupstað og gildir hún í það minnsta fram eftir morgni.
27.03.2023

Pistill bæjarstjóra vegna ofanflóða í Neskaupstað

Í morgun vorum við enn á ný minnt á hve óblíð náttúruöflin á Íslandi geta verið. Það var óþægileg tilfinninig að vakna við tilkynningar um snjóflóð úr hlíðunum ofan Neskaupstaðar. Íbúar Neskaupstaðar og aðrir íbúar Fjarðabyggðar eru auðvitað full meðvitaðir um hættuna, en þegar hún steðjar að með svo áþreifanlegum hætti er alltaf erfitt að takast á við hana. Það var engu að síður aðdáunarvert að finna hve íbúar og viðbragðsaðilar tókust á við verkefnið af miklu æðruleysi og dugnaði – slíkt skiptir sköpum.
27.03.2023

Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að fara af neyðarstigi Almannavarna niður á hættustig. Neyðarstigi var lýst yfir í morgun þegar snjóflóð féll í Neskaupstað.
27.03.2023

Building evacuation in Neskaupstaður/Ewakuacja domów w Neskaupstaður

The Icelandic Meteorological Institute has decided to evacuate buildings in Neskaupstaður as a precautionary measure. The area to be evacuated is partially below the avalanche dam. This area is to be evacuated anyway because the snow is loose. In the event of another avalanche, there is a chance of spillage over the dam due to the looseness of the snow. There is no risk of an avalanche causing damage below the dam – this is a precautionary measure. Rescue workers in Neskaupstaður and Seyðisfjörður are currently working on evacuation. It is clear that no casualties have resulted from the avalanche in Neskaupstaður that hit several buildings this morning. There is an avalanche risk in Seyðisfjörður, though no avalanches are known to have occurred. Buildings are to be evacuated in the danger zone, see below. The following buildings in Neskaupstaður are to be evacuated: Strandgata 20,43,44,45,62 og 79Urðarteigur 2,4,6,8,10,12,12a,14,16,18,20,22,26,28,37aNaustahvammur 20,45 og 48Vindheimanaust 5, 7 og 8Borgarnaust 6-8Hafnarnaust 5Naustahvammur 52, 54, 57, 67, 69 og 76Hlíðargata 16a,18,22,24,26,28,32,34Blómsturvellir 11,13,15,17,21,25,27,33,35,37,39,43,45,47,49Víðimýri 1,3,5,7,9,11,13,16,17,18Gauksmýri 1-4,5,6Hrafnsmýri 1,2,,3-6Starmýri 1, 17-19 og 21-23Breiðablik 11Gilsbakki 1,3,5,7,9,11,13,14Mýrargata 9,11,13,15,17-21,23,25,26,28a,28b, 29,31,33,35,37,41Nesbakki 2,4,5,6,8,10,12-17, 19-21Lyngbakki 1,3,og 5Marbakki 5, 7-14Sæbakki 11,13,15,18,22,24,26,28,32
27.03.2023

Rýming á svæði 4 á Eskifirði

English belowVeðurstofan hefur ákveðið að rýma svæði 4 á Eskifirði í varúðarskyni. Hættustigi Veðurstofunnar hefur verið lýst yfir á Eskifirði vegna óstöðugs snjóalags en mikið hefur snjóað í NA snjóbyl. Svæði 4 er innan Bleiksár.
27.03.2023

Snjómokstur 27. mars

Snjómokstur gengur erfilega og er því í forgangi núna að halda stofnbrautum opnum.
27.03.2023

Neyðarstig vegna snjóflóðahættu í Neskaupstað

Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu í Neskaupstað. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa þrjú snjóflóð fallið í Neskaupstað í morgun. Nú er unnið að því að rýma hús í Neskaupstað í samráði við almannavarnir og ganga björgunarsveitarmenn í þau hús sem ákveðið hefur verið að rýma. Rýmingarsvæðið er víðtækt og nær m.a. til fjölda húsa í Mýrar- og Bakkahverfum. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Egilsbúð og eru þeir sem þegar hafa rýmt hús sín, og ekki hafa farið þangað, beðnir um að hringja í síma 1717 til að skrá sig.
27.03.2023

Rýmingar í Neskaupstað

Veðurstofa Íslands hafa ákveðið að rýma hús í Neskaupsstað í varúðarskyni. Það svæði sem ákveðið hefur verið að rýma er að hluta fyrir neðan varnargarða, en það svæði er rýmt engu að síður vegna þess að snjór er léttur, ef annað flóð fellur á garðinn er möguleiki á að eitthvað gæti lekið yfir garðinn sökum léttleika snævar. Það er ekki talin hætta á að flóð valdi skemmdum neðan garða, þetta er varúðar ráðstöfun.