Fara í efni

Fréttir

05.04.2023

Hreinsunarstarfi miðar vel í Neskaupstað

Hreinsunarstarfi hefur miðað vel áfram í Neskaupstað eftir að snjóflóð féllu mánudaginn 27. mars. Gert er ráð fyrir að hægt er að klára hreinsun í kringum íbúðarhúsin við Starmýri í dag sem fóru hvað verst úti í snjóflóðunum. Mikilvægt er að koma í veg fyrir alla slysahættu þegar íbúar snúa til síns heima aftur. Ljóst er þó að um 10 íbúðir eru óíbúðarhæfar. Ljóst er að hreinsunarstarf mun taka einhvern tíma, lögð hefur verið áhersla á íbúðarhúsin við Starmýri. Eftir eru svo aðrir staðir sem snjóflóðin féllu á. Frekari upplýsingar um aðstoð er að finna hér
05.04.2023

Til upplýsinga/For information

(Englis follows) Þeir íbúar sem finna til óöryggis við þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana eru hvattir til að þiggja sálrænan stuðning frá viðbragðsaðilum. Hjálpasími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er einnig hægt að ná sambandi við ráðgjafa í gegnum netspjall. Netspjall 1717
03.04.2023

Jóna Árný Þórðardóttir hefur tekið við sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Jóna Árný Þórðardóttir hefur tekið við sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar af Jóni Birni Hákonarsyni. Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarins, ráðinn af bæjarstjórn. Hann hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarráðs og bæjarstjórnar og fer ásamt bæjarráði með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins. Bæjarstjóri er yfirmaður starfsmanna bæjarins og æðsti embættismaður.
02.04.2023

Heimsókn forsætisráðherra og umhverfis-, orku-, og loftlagsráðherra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn frá Almannavörnum komu í heimsókn til Fjarðabyggðar í dag ásamt fulltrúum úr ráðuneytum og Ofanflóðanefnd.
01.04.2023

Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð í Neskaupstað mánudaginn 3. apríl

Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðabyggð mun opna þjónustumiðstöð nk. mánudag. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í Egilsbúð í Neskaupstað og verður opnunartíminn eftir helgi eins og hér segir: Mánudaginn 3. apríl, klukkan 11 – 18 Þriðjudaginn 4. apríl, klukkan 11 – 18 Miðvikudaginn 5. apríl, klukkan 11-18
01.04.2023

The Department of Civil Protection and Emergency Management will open a service centre in Neskaupsstaður on Monday, April 3.

The National Police Commissioner in cooperation with the Red Cross and Fjarðarbyggð will open a service centre on upcoming Monday. The service centre will be located in Egilsbud, Neskaupstadar's social centre, and the opening hours after the weekend will be as follows: Monday, April 3, from 11 a.m. to 6 p.m Tuesday, April 4, from 11 a.m. to 6 p.m Wednesday, April 5, from 11 a.m. to 6 p.m
01.04.2023

Punkt wsparcia obrony cywilnej, zostanie otwarty w Neskaupstaður w poniedziałek 3 kwietnia

Krajowy Komisarz Policji, we współpracy z Czerwonym Krzyżem i Fjarðarbyggð, w nadchodzący poniedziałek otworzy punkt wsparcia. Punkt wsparcia znajduje się w Egilsbúd, centrum społecznym Neskaupstaðar, a godziny otwarcia po weekendzie będą następujące: Poniedziałek, 3 kwietnia, od 11:00 do 18:00 Wtorek, 4 kwietnia, od 11:00 do 18:00 Środa, 5 kwietnia, od 11:00 do 18:00
01.04.2023

Rýmingu aflétt á Fáskrúðsfirði - Öllum rýmingum aflétt í Fjarðabyggð

Frá lögreglunni á Austurlandi: Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á Fáskrúðsfirði og aflétta öllum rýmingum þar. Sms skilaboð verður sent til íbúa á næstu mínútum. Öllum rýmingum sem verið hafa í Fjarðabyggð síðstu daga hefur þannig verið aflétt.
01.04.2023

Tilkynningar frá Lögreglunni á Austurlandi - Aflýsing rýminga á Eskifirði og Stöðvarfirði

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á Stöðvarfirði og aflétta öllum rýmingum þar. Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á Eskifirði og aflétta öllum rýmingum þar.
01.04.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi- laugardagur 1. apríl kl. 12:00

Fundur var með Veðurstofu í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála og hugsanlegar afléttingar á rýmingum. Enn er verið að meta aðstæður en gert ráð fyrir afléttingum í dag. Ekki ljóst hversu víðtækar þær verða. Dregið hefur úr snjóflóðahættu eftir að hlýnaði til fjalla en krapaflóðahætta aukist. Ekki er talin hætta á skriðum. Sem fyrr er vel fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar. Hreyfing hefur ekki mælst og grunnvatnsstaða er lág. Það styttir upp um hádegið og kólnar þegar líður á daginn þá dregur frekar úr snjóflóðahættu og fer að draga úr krapaflóðahættu. Reiknað er með að hægt sé að draga úr rýmingum vegna snjóflóðahættu eftir hádegi. Meta þarf krapaflóðahættu þegar líður á daginn.
31.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi - föstudagur 31. mars kl. 17:30

Veðurstofan hefur í dag kannað ástand hlíða með tilliti til rýminga. Ekki þykir óhætt að aflétta rýmingum frekar að svo stöddu. Staðan er í sífelldu endurmati og verða gefnar út frekari tilkynningar þegar breytingar verða.
31.03.2023

Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi föstudaginn 31. mars kl. 12:10 - Frekari rýming á Fáskrúðsfirði.

Veðurstofan hefur vegna ofanflóðahættu ákveðið rýmingu á Fáskrúðsfirði. Um er að ræða reit númer 6. Götur og húsnúmer sem um ræðir eru: Skólavegur 10, 10a, 12, 14, 15, 16, 18 Hamarsgata 14, 15, 18, 23, 24, 25 Hafnargata 7, 8, 8a, 9 til 14 ( Fosshótel ) Fulltrúar aðgerðastjórnar eru núna að fara milli húsa og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði eða hafa samband í síma 1717 er fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir.
31.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi - Föstudaginn 31. mars kl. 11:30

Veðurstofa Íslands hefur metið áframhaldandi rýmingarþörf á Austfjörðum. Ákveðið hefur verið að aflétta á rýmingu á eftirtöldum reitum 8 – 10 – 11 og 14 í Neskaupstað. https://www.vedur.is/.../ne_kynningarbaeklingur_07.pdf https://www.almannavarnir.is/natturuva/snjoflod/
31.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi - Föstudagur 31. mars kl. 10:30

Frá lögreglunni á Austurlandi: Afléttingar á rýmingu á ákveðnum reitum í Neskaupstað, á Seyðisfirði og á Eskifirði. Veðurstofa Íslands hefur metið áframhaldandi rýmingarþörf á Seyðisfirði, í Neskaupstað og á Eskifirði. Ákveðið hefur verið að aflétta á rýmingu á eftirtöldum svæðum: Veðurstofan hefur ákveðið afléttingu á rýmingu á reitum 6, 18 og 20 í Neskaupstað. https://www.vedur.is/.../ne_kynningarbaeklingur_07.pdf Veðurstofan hefur ákveðið afléttingu á rýmingu á reit 4 á Eskifirði: https://www.vedur.is/.../es_kynningarbaeklingur_07.pdf
30.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð föstudaginn 31. mars

Aðstæður vegna rýminga og ofanflóðahættu hafa áhrif á skólastarf í Fjarðabyggð föstudaginn 31. mars. Hér að neðan má finna yfirlit yfir stöðu mála.
30.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi 30. mars kl.18:40 - Frekari rýming í Neskaupstað

Veðurstofan hefur vegna ofanflóðahættu ákveðið frekari rýmingu á Neskaupsstað. Um er að ræða rýmingu á reit 18 Rýmingin gildir frá klukkan 20:00 og þangað til að önnur tilkynning verður gefin út. Götuheiti og húsnúmerNesgata 7 – 7b – 9 – 11 – 12 – 13 – 16 – 18 – 20 – 20a – 25 – 27 – 29 – 31 – 32 – 33 – 35 – 36 – 38 – 39 – 41 – 43Árblik 1Beiðablik 1 – 3 – 4 – 5 – 5a – 6 – 7 – 9 – 11 Mýrargata 30 – 32 – 39 – 41 Bakkavegur 1 – 3 – 5 – 7 – 9 – 11 – 13 – 15Bakkabakki 1 – 2 – 3 – 4a – 4b – 5 – 6a – 6b – 6c – 7 – 10 – 11 – 13 – 15 Nesbakki 2 – 4 – 6 Gilsbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 10 – 12 Marbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 6 Lyngbakki 1 – 3 – 5 Sæbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 9 – 10 – 12 – 14 – 16 – 20 – 24 Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð eða hafa samband í síma 1717 er fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir. Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 14 og 15 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.
30.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi 30. mars kl. 15:10 - Frekari rýming á Eskifirði

Veðurstofan hefur lýst yfir hættuástandi vegna ofanflóða og því ákveðið rýmingu á reitum 11 og 12 á Eskifirði. Rýmingin gildir frá klukkan 16:00 þangað til önnur tilkynning verður gefin út Götur og húsnúmer sem um ræðir á Eskifirði eru: Bleiksárhlíð 62 – 67 – 67a – 69 Fossagata 1 Bakkastígur 1 Grjótárgata 6 – þar með talið bílskúrar C/D/E Túngötustígur 1 – 3a Strandgata 36 – 37a – 37b Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Eskifirði eða hafa samband í síma 1717 ef fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir. Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 15 og 16 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.
30.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi 30. mars kl. 14:20 - Frekari rýming í Neskaupstað

Veðurstofan hefur vegna ofanflóðahættu ákveðið frekari rýmingu á Neskaupsstað. Um er að ræða efstu húsaraðir á reitum 8 – 11 – 14 (við Urðarteig, Blómsturvelli, og Víðimýri) að undanskildum húsum 2-12a við Urðarteig Rýmingin gildir frá klukkan 15:00 og þangað til að önnur tilkynning verður gefin út. Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð eða hafa samband í síma 1717 er fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir. Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 14 og 15 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.
30.03.2023

Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi 30. mars 2023 kl. 13:25

Veðurstofan hefur vegna hættuástands vegna ofanflóða ákveðið rýmingu á reitum 4 á Stöðvarfirði og reit 7 Fáskrúðsfirði. Rýmingin gildir frá klukkan 14:00 og þangað til að önnur tilkynning verður gefin út. Göturnar sem um ræðir á Stöðvarfirði eru: Borgargerði 2 Hólaland 12 & 12a Túngata 8 Skólabraut 20 Sundlaugin á Stöðvarfirði Fjarðarbraut 55 & 56 Hús neðan við Fjarðarbraut 56 Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Gamla samkomusalnum eða hafa samband í síma 1717 ef fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir. Á Fáskrúðsfirði hefur verið ákveðið að rýma húsið Ljósaland Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 13 og 14 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.
30.03.2023

Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi - fimmtudagur 30. mars kl. 9:35

Gert er ráð fyrir að úrkoma á Austurlandi nái hámarki síðar í dag og allar varúðarráðstafanir því enn til staðar vegna snjóflóðahættu meðal annars. Verið er að skoða mögulega opnun milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um Fannardal sem og frá Reyðarfirði yfir á Egilsstaði um Fagradal. Báðir þessir vegarkaflar eru lokaðir sem stendur. Vegna mögulegrar úrkomu í formi rigningar eru íbúar beðnir um að huga að niðurföllum vegna vatnsaga. Fundur er með Veðurstofu og Almannavörnum kl.11 í dag þar sem staðan verður metin. Íbúar beðnir um að huga vel að tilkynningum á vef Almannavarna, Veðurstofu og Vegagerðar sem og á fésbókarsíðum lögreglu og sveitarfélaga.
30.03.2023

Bæjarstjórn Kópavogs sendir hlýjar kveðjur til íbúa Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Kópavogs fundaði í gær og stóðu allir fulltrúar hennar saman að því að senda kveðju til Fjarðabyggðar. Bókun bæjarstjórnar Kópavogs var svohljóðandi: ,,Bæjarstjórn Kópavogs sendir hlýjar kveðjur til Fjarðabyggðar í ljósi þeirra hamfara sem hafa dunið þar yfir.Hugur okkar er hjá íbúum Fjarðabyggðar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og standa nú í ströngu við að takast á við afleiðingar atburðanna."
30.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð 30. mars

Aðstæður vegna rýminga og ofanflóðahættu hafa áhrif á skólastarf í Fjarðabyggð eins og þegar hefur verið auglýst. Ekkert skólastarf verður í Nesskóla, Eyrarvöllum, Tónskóla Neskaupstaðar og Dalborg vegna rýminga þar og ofanflóðahættu Skólastarf í örðum skólastofnunum í Fjarðabyggð verður óbreytt. Vegna veðurs verður börnum þó ekki ekið milli Breiðdalsvikur og Stöðvarfjarðar en þess í stað kennt á sitthvorum staðnum.
30.03.2023

Snjómokstur fimmtudaginn 30. mars

Snjómokstur er víða í fullum gangi og mun ganga samkvæmt áætlun í öllum hverfum. Mikill krapi er, sem hætt er við að breytist í vatnselg þegar líða tekur á daginn. Gert er ráð fyrir að það verði orðið vel fært um flestar götur í Fjarðabyggð uppúr hádegi. Einnig eru það vinsamleg tilmæli til íbúa að þeir leggi bílum sínum ekki þannig að það tefji fyrir snjómokstri. Mikilvægt er að íbúar hugi að niðurföllum í nærumhverfi sínu til að koma í veg fyrir vatnstjón.
29.03.2023

Staða mála vegna veðurviðvörunar og ofanflóðahættu

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér veðurviðvaranir vegna slæmrar veðurspár næstu sólarhringa. Veðrinu mun fylgja mikil ofankoma, snjókoma, slydda og síðan rigning skv. veðurspá. Vel er fylgst með stöðu mála varðandi stöðu ofanflóða, rýmingar eru í gildi í Neskaupstað og Eskifirði og vel fylgst með stöðu mála á öðru stöðum. Allar tilkynningar varðandi það eru birtar á heimasíðu Almannavarna, fésbókarsíðu lögreglunnar, heimasíðu Fjarðabyggðar og samfélagsmiðlum.
29.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi 29. mars kl. 17:30

Fundur var áðan með Veðurstofu vegna mikillar úrkomu á Austfjörðum næsta eina og hálfa sólarhringinn eða svo. Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Byrjar á sunnanverðum fjörðunum. Snjókomu er spáð og rigningu. Það er mat Veðurstofu að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. Vegna mögulegra krapaflóða eru íbúar þó beðnir um að hafa varann á nærri árfarvegum. Íbúar beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu á vefmiðlum.
29.03.2023

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2022 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Miðvikudaginn 29. mars 2023 fer fram fyrri umræða bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2022. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 13. apríl næstkomandi.
29.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð – Fimmtudag 30. mars og föstudag 31. mars

Í ljósi þeirra aðstæðan sem uppi eru í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hefur verið ákveðið að ekkert skólahald verður í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama á við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verður ekki skólhald þessa daga.
29.03.2023

BÆJARSTJÓRNARFUNDUR MIÐVIKUDAGINN 29. MARS - BEIN ÚTSENDING

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar miðvikudaginn 29. mars, klukkan 16:15.Ssökum aðstæðna fer fundurinn fram á Zoom. Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér.
29.03.2023

Dagskrá Páskafjörs

Miðvikudagur Oddsskarð opið 13-19 Sundlaugar opnar 07-20 20:00 Karl Orgeltríó ásamt Sölku Sól í Tónlistarmiðstöð Austurlands Skírdagur Oddsskarð opið 10-16 Sundlaugar opnar 11 -19 Sundlaugadiskó 17 -19 í sundlaug Eskifjarðar Föstudagurinn langi Oddsskarð opið 10-16 Sundlaugar opnar til 19:00 11:00 – 14:00 Snjósleðaferð um Gerplusvæðið mæting í Oddsskarð 16:00 mæting í topplyftu og rent í Randúlf 16:30 Aprés Ski Tortúla party í Randúlf 16 – 20 Randúlf réttur dagsins 22:30 Aldamótatónleikar húsið opnar 21:00
29.03.2023

Snjóflóð og ofankoma síðustu daga.

Bæjarráð vill koma áleiðis þökkum til samfélagsins alls og þeirra viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina í því hættuástandi sem skapast hefur síðustu daga í Neskaupstað og á Eskifirði. Atburðir gærdagsins sýna enn og aftur hversu öflugar viðbragðssveitir eru til staðar í Fjarðabyggð og eiga þær allar þakkir skildar.