Anna Marín hefur starfar sem skólastjóri Nesskóla samhliða því að kenna við háskólann á Bifröst. Áður starfaði hún sem aðstoðarskólastjóri og deildastjóri sérkennslu við grunnskólann á Fáskrúðsfirði.
Anna Marín er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði, gift Róberti Óskari Sigurvaldasyni, saman eiga þau tvo syni og á Anna Marín einnig tvö stjúpbörn og tvö barnabörn.
Anna Marín er boðin hjartanlega velkomin til starfa á skrifstofu Fjarðabyggðar og er Þóroddi þakkað fyrir störf sín í þágu Fjarðabyggðar sem og samstarfið á liðnum áratugum.