Fara í efni
28.04.2023 Fréttir

Hjólað í vinnuna

Deildu

Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningasamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.

Hjólað í vinnuna fer fram dagana 3. – 23. maí 2023 og vill Heilsueflandi Fjarðabyggð nýta tækifærið og hvetja vinnustaði til þess að skrá sig. Þeir sem eru að vinna heima geta að sjálfsögðu tekið þátt. Viðkomandi byrjar þá vinnudaginn með því að hjóla, ganga eða hlaupa þá vegalengd sem samsvarar vegalengdinni til og frá vinnu í upphafi vinnudags, og svo aftur í lok vinnudags.