Fara í efni
29.06.2023 Fréttir

Nýtt gistiheimili Þroskahjálpar opnað

Deildu

Nýtt gistiheimili er til húsa í Engjaþingi 5-7 í Kópavogi, og er um fallega, fullútbúna og aðgengilega íbúð að ræða í litlu fjölbýli á fallegum stað rétt ofan við Elliðavatn. Íbúðin er búin fjórum rúmum, þ.a. einu sjúkrarúmi. Íbúðin er lánuð einni fjölskyldu í senn, endurgjaldslaust.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga leggur til styrk vegna þessarar þjónustu Þroskahjálpar.

Til að fá húsnæðið lánað eða fá frekari upplýsingar má senda póst á netfangið throskahjalp@throskahjalp.is

Frekari upplýsingar má svo nálgast inná heimasíðu Þroskahjálpar