Fara í efni
12.04.2023 Fréttir

Klúbbastarf í félagsmiðstöðinni Zveskjunni

Deildu

Það er mjög mikilvægt að skrá sig í klúbbinn en hámarks fjöldi þátttakenda eru 10. Skráningar þurfa að berast á netfangið eyruninga@fjardabyggd.is fyrir þann 16. apríl.

Í klúbbnum er lögð áhersla á sjálfsstyrkingu og sjálfsöryggi í framkomu: söng, upplestri, leiklist og/eða sköpun. Fyrri hluti hvers tíma fer í umræður, fræðslu og verkefnavinnu. Seinni hluti hvers tíma fer í æfingar í söng eða annars konar framkomu, eftir því hvar áhugi hvers og eins liggur. Æfingar í litum hópi gefur einstaklingum tækifæri á að æfa sig að koma fram fyrir framan aðra en þó í lokuðum og vernduðum aðstæðum.

Námskeiðið er hugsað fyrir ungmenni í Fjarðabyggð frá 13 til 16 ára og kostar ekkert.