Nanna Bryndís hefur nú hafið sólóferil og fyrr á árinu gaf hún út hina yndislegu plötu How to Start a Garden sem er að vekja mikla lukku og hún er nú að kynna á þeirri tónleikaferð sem við vorum svo heppin að fá að vera partur af hér í Neskaupstað. Tónleikarnir hér voru sannkallaður stórviðburður og glæsilegur lokapunktur á vel heppnuðu Tónaflugi ársins sem SÚN og Menningarstofa stóðu fyrir ásamt Beituskúrnum og Hildibrand.
Það var austfirska tónlistarkonan Ína Berglind sem hitaði svo lista vel upp en hún á ættir sínar að rekja í Neskaupstað, sannkallað náttúrubarn í tónlist sem er að sýna virkilegan þroska sem vaxandi tónlistarkona en hún er aðeins 16 ára gömul.