Fara í efni
16.04.2024 Fréttir

Fjölsóttur Tæknidagur fjölskyldunnar

Deildu

Fjöldi fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka kynntu starfsemi sína og gátu gestir fengið margvíslegar upplýsingar um starfsemi þeirra.

Fjarðabyggð tók þátt í tæknideginum í ár og kynnti hluta af starfsemi sveitarfélagsins. Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs ásamt skipulags- og byggingafulltrúa voru með kynningu á þeirri víðtæku starfsemi sem fram fer á sviðinu. Veitur Fjarðabyggðar voru með kyninngu á sinni starfsemi. Þar var hægt að virða fyrir sér myndir úr stýrikerfum vatnsveitna og hitaveitu ásamt því að skoða myndir af starfseminni.

Slökkvilið Fjarðabyggðar sýndi hvernig ætti að bera sig að við að slökkva olíueld með eldvarnarteppi og fengu gestir að spreyta sig á því, ásamt því að sýna sjúkrabíl slökkviliðsins og þann búnað sem þeir hafa.

Dagurinn var ákaflega vel heppnaður og vill Fjarðabyggð koma á framfæri þökkum til starfsfólks og nemanda í Verkmenntaskóla Austurlands sem hafa veg og vanda að skipulagningu Tæknidagsins og sjá um að gera hann eins glæsilegan og raun ber vitni.