Fara í efni
06.05.2024 Fréttir

Úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Deildu

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk í Fjarðabyggð:

2,46 milljónir til að hanna göngustíg við Bleiksárfoss á Eskifirði. Verkefnið snýst um hönnun svæðisins við Bleiksárfoss á Eskifirði. Markmiðið er að svæðið geti tekið á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem þangað koma, tryggja sjálfbærni náttúru svæðisins og koma í veg fyrir hentistígamyndun. Verkefnið er á áfangastaðaáætlun og samræmist helstu markmiðum sjóðsins um náttúruvernd og uppbyggingu innviða. Verkefnið er á áfangastaðaáætlun.

25 milljónir til að útbúa göngustíga o.fl. við Streitishvarf við Breiðdalsvík. Streitishvarf á Streitishorni milli Breiðdalsvíkur og Berufjarðar er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Verkefnið snýst um gerð viðtöku fyrir gesti og göngustíga sem bæði vernda viðkvæmar jarðmyndanir og varpsvæði auk þess að koma í veg fyrir slys en hætta er á falli niður í grýtta fjöru. Verkefnið fellur því vel að áherslum sjóðsins um náttúruvernd, bætt öryggi og aðgengi. Verkefnið er á áfangastaðaáætlun.

Í gegnum árin hafa fjölmörg verkefni á Austurlandi hlotið styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er hægt að skoða þau nánar í kortasjá Ferðamálastofu.

Áfangastaðaáætlun Austurlands er þróunar- og aðgerðaáætlun landshlutans og er unnin í samstarfi við sveitarfélög, fyrirtæki, íbúa og aðra hgasmnaaðila. Markmið áætlunarinnar er að gera Austurland að ákjósanlegum stað til að búa á og sækja heim.

Nánari upplýsingar um úthlutanir ársins má finna á vef Ferðamálastofu.

Frétt birtist á vef Austurbrúar