Eftirfarandi verkefni hlutu úthlutun í Fjarðabyggð:
Fráveita á Breiðdalsvík, seinni hluti, hreinsivirki, samtals úthlutað 26.494.000 kr.
Kaup á slökkvibifreið, Fjarðabyggð, samtals úthlutað 44.452.000 kr.
Leikskólinn Dalborg, Eskifirði, innanhúsfrágangur, samtals úthlutað 40.447.000 kr.
Lenging Strandabryggju, Fáskrúðsfirði samtals úthlutað 40.447.000 kr.
Bæjarráð bókaði eftirfarandi bókun í kjölfarið:
Fjarðabyggð fagnar því að fá úthlutað fjármunum úr sjóðnum til þessara verðugu verkefna. Þrátt fyrir það vill sveitarfélagið árétta fyrri bókanir þess efnis að útdeiling tekna af gjaldtöku í fiskeldi í sjó renni til sveitarfélaga þar sem nýting auðlindarinnar og starfsemi fyrirtækja í fiskeldi fari fram og þörfin til uppbyggingar þjónustu sé mest. Við setningu laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð var lögð áhersla á að hlutverk sjóðsins væri að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Ekkert sveitarfélag hefur að geyma jafnmikið sjókvíaeldi og Fjarðabyggð, hvort sem litið er til burðarþolsmats eða áhættumats.
Skorað er á matvælaráðherra að endurskoða fyrirkomulag sjóðsins með það fyrir augum að leggja Fiskeldissjóð niður. Tekjur vegna gjaldtöku fiskeldis í sjó og ætlað er til innviðauppbyggingar í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað ætti að renna beint til sveitarfélaga án aðkomu Fiskeldissjóðs miðað við lífmassa, burðarþol- eða áhættumat fjarða.
Hægt er að lesa nánar um úthlutina á vef Stjórnaráðsins