Þessi viðburður hefur notið vinsælda víða um heim og hvetur krakka til nýjungargirni og að láta hugmyndaflugið ráða. Það gerðu nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar sannarlega í dag. Komu þau með skóladótið sitt í allskonar ílátum eins og pottum og skjólum, vöfflujárnum, örbylgjuofnum og hjólbörum, gítartöskum og verkfæratöskum, svo fátt eitt sé nefnt. Virkilega skemmtilegur viðburður sem má sjá myndir frá hér.
Frétt birtist á heimasíðu grunnskólans á Reyðarfirði