Við minnum einnig á að sýningin Hernám eftir Marc Alexander í Bragganum við Íslenska Stríðsárasafnið - The Icelandic Wartime Museum er opið næstu daga og yfir helgina frá 13:00-17:00.
Á laugardaginn er úr mörgu að velja en á Reyðarfirði verður opin leirvinnustofa hjá listakonunni Esther Ösp við Sunnugerði 21 og Jóga með lifandi tónlist undir berum himni hjá Stríðsárasafninu. Um kvöldið verður hljómsveitin CHÖGMA ásamt Social Suicide með tónleika í Skrúði á Fáskrúðsfirði.
Njótum góða veðursins og menningarinnar saman