Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka tafarlaust upp viðræður við verktaka með það að markmiði að leysa vandann án frekari tafa og tryggja að sorphirða fari fram samkvæmt gildandi áætlun. Viðræður skulu beinast að því að finna raunhæfar lausnir og úrbætur svo að slíkar truflanir endurtaki sig ekki.
Bæjarráð mun fylgjast náið með framvindu mála og kalla eftir reglulegum upplýsingum um stöðu úrbóta.
18.09.2024
Bókun bæjarráðs vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu
