Fara í efni

Fréttir

10.02.2025

Lagning ljósleiðara í þéttbýli Fjarðabyggðar

Míla í samstarfi við Fjarðabyggð leggur ljósleiðara í þéttbýlum Fjarðabyggðar á árinu 2025. Um er að ræða framkvæmdir í Neskaupstað, á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu á slóðinni: https://www.mila.is/framkvaemdaaaetlanir.
08.02.2025

Hreinsunarstarf á Stöðvarfirði gengur vel

Líkt og fram hefur komið í fréttum gekk mikið ofsaveður yfir Stöðvarfjörð sl. fimmtudag, sem olli margvíslegum og miklum skemmdum víða í bænum. Starfsmenn Fjarðabyggðar ásamt verktökum og íbúum unnu í gær ötulega að hreinsunarstarfi og viðgerðum í bænum, og gekk sú vinna afar vel. Ljóst er þó að einhvern tíma mun taka að koma öllu aftur í samt horf, og mun hreinsunar- og viðgerðarstarf halda áfram næstu daga.
06.02.2025

Fjarðabyggð og Píeta samtökin undirbúa samstarfssamning

Fjarðabyggð og Píeta samtökin undirbúa nú samstarfssamning sem tryggir fasta viðveru og reglubundna þjónustu samtakanna í sveitarfélaginu. Af því tilefni kom Ellen Calmon, framkvæmdastýra Píeta samtakanna, til Fjarðabyggðar og kynnti starfsemi samtakanna. Píeta samtökin veita sérhæfða aðstoð fyrir einstaklinga í sjálfvígsvanda með sjálfsskaða og aðstandendur þeirra. Með samningnum verður þjónustan aðgengileg íbúum Fjarðabyggðar á stöðugum grundvelli.
05.02.2025

Rauð viðvörun vegna veðurs og hættustigi Almannavarna lýst yfir

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn. Hættustig Almannavarna gildir frá og með 15:00 í dag á landinu öllu en rauð viðvörun tekur gildi kl. 18 á Austurlandi og gildir til kl. 4 í nótt. Síðan verður aftur rauð viðvörun frá kl. 8 til kl.18 á morgun fimmtudaginn 6. febrúar.
03.02.2025

Opið fyrir umsóknir - Þórsmörk listamannasetur

Gjaldfrjáls rannsóknardvöl fyrir listamenn til að dvelja í allt að 8 vikur í Þórsmörk á Norðfirði á tímabilinu 15 mars - 15 október 2025. Umsóknir skal senda á menningarstofa@fjardabyggd.is fyrir umsóknarfrest sem er 20.febrúar 23:59.
02.02.2025

Ótímabundið verkfall í leikskólanum Lyngholt

Fundi samninganefndar sveitarfélaga og KÍ lauk nú um klukkan 22:00 í kvöld, án þess að samningar næðust. Því er ljóst að ótímabundið verkfall mun hefjast á morgun í leikskólanum Lyngholt, sem mun hafa áhrif á starfsemi þess. Foreldrar barna fengu upplýsingar í tölvupósti sl. föstudag með nánari upplýsingum um áhrif verkfallsins á starfsemi leikskólans.
01.02.2025

Óvissustig á Austfjörðum - hætta á krapaflóðum og votum snjóflóðum - Uppfært-

Gert er ráð fyrir áframhaldandi óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austfjörðum fram til mánudags. Viðbúnaður á tilteknum svæðum, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði sem kynntur var í gær, er þó úr gildi fallinn.
30.01.2025

Fjöldi blóta í Fjarðabyggð

Þá er þorrinn genginn í garð og með honum fylgja hin árlegu þorrablót. En fjöldi slíkra blóta eru í Fjarðabyggð. Um síðustu helgi voru haldin þrjú blót, þorrablót Reyðfirðinga var haldið á föstudeginum í íþróttahúsi Reyðfirðinga, þorrablót Eskfirðinga og sveitablót Norðfirðinga var svo haldið á laugardeginum í Valhöll, Eskifirði og í Egilsbúð, Neskaupstað.
29.01.2025

Heilsuefling 65+ í Fjarðabyggð

Verkefnið "Fjölþætt heilsuefling 65+ í Fjarðabyggð" hefur skilað miklum árangri frá upphafi þess, en 194 einstaklingar hafa tekið þátt frá því verkefnið hófst í ágúst mánuði árið 2022. Markmið verkefnisins er að stuðla að farsælum efri árum með því að bæta lífsgæði og heilsu eldri íbúa sveitarfélagsins í gegnum markvissa hreyfingu og fræðslu.
29.01.2025

Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi

Framlögð yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli: Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana.
24.01.2025

Skapandi Sumarstörf leyfa nýrri vináttu að blómstra

Viðtal við fyrrum starfsmenn í skapandi sumarstörfum, þær Daníelu Yolanda & Maríu Rós, birtist í Heimildinni í gær. Þær segja starfið hafa gefið þeim nýja vináttu sem blómstrar áfram að starfinu loknu. Lesið allt viðtalið til þess að komast að því hvað þær hafa að segja um reynslu sína. https://heimildin.is/.../akvad-ad-vera-hun-sjalf-og.../...
22.01.2025

Bæjarráð lækkar gjald vegna skráningardaga

Bæjarráð Fjarðabyggðar fór yfir helstu atriði sem komu fram á kynningarfundum með foreldrum um fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrárkerfi leikskóla Fjarðabyggðar. Í ljósi athugasemda varðandi gjaldtöku fyrir skráningardaga telur bæjarráð mikilvægt að bregðast við ábendingum foreldra og forráðamanna.
21.01.2025

Líneik Anna Sævarsdóttir ráðin í stöðu stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu

Líneik Anna Sævarsdóttir hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu. Staða stjórnanda fræðaslumála og skólaþjónustu var auglýst laus til umsóknar þann 28. nóvember síðastliðinn og lauk umsóknarfresti þann 23. desember. Tvær umsóknir bárust um stöðuna.
21.01.2025

Aflétting rýminga í Neskaupstað

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á rýmingarsvæðum í Neskaupstað frá klukkan 12:00 í dag. Öllum rýmingum í Neskaupstað hefur því verið aflétt. Íbúum á rýmingarsvæðum er óhætt að snúa heim og starfsemi hjá fyrirtækjum á rýmdum svæðum má hefjast að nýju. Verið er skoða stöðuna á Seyðisfirði. Gera má ráð fyrir að rýmingum þar verði aflétt síðar í dag.
19.01.2025

Rýmingu lokið frá í morgun í Neskaupstað og á Seyðisfirði

Rýming er tók gildi í Neskaupstað og á Seyðisfirði er lokið. Um hundrað og sjötíu í heildina búa á þeim svæðum sem rýmd voru. Allir eru komnir með húsaskjól.
19.01.2025

Óvissustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Rýmingar hafa verið ákveðnar á eftirtöldum reitum; Íbúar í Neskaupstað og á Seyðisfirði sem upplifa óþægindi vegna rýminga eru hvattir til að koma við í fjöldahjálparstöð eða hafa samband við hjálparsíma Rauða kross Íslands í síma 1717.
17.01.2025

Opið fyrir umsóknir í Menningarstyrki Fjarðabyggðar 2025

Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2025. Markmið menningarstyrkja er að styðja og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð. Skilafrestur er 10. febrúar.
14.01.2025

Úthlutun úr jólasjóð Fjarðabyggðar

Undanfarin ár hafa Rauði Krossinn, þjóðkirkjan og fjölskyldusvið Fjarðabyggðar tekið höndum saman og styrkt og starfrækt Jólasjóð. Markmið sjóðsins er að styðja við fjölskyldur í Fjarðabyggð sem á þurfa að halda í aðdraganda jóla. Með stuðningi og styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, einstaklingum og öðrum velunnurum í sjóðinn er það gert mögulegt.
13.01.2025

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna óvissu í sjávarútvegi

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna óvissu sem nú ríkir í sjávarútvegi í kjölfar boðaðra hækkana á veiðigjöldum, einkum á uppsjávarveiðar, ásamt þeim áhrifum sem boðuð aukning á kvóta til strandveiða kemur til með að hafa á aðra kvóta. Fjarðabyggð er sveitarfélag sem byggir að stórum hluta á sjávarútvegi og óvíða kemur meiri afli á land en þar og velgengni greinarinnar er undirstaða efnahagslegrar og félagslegrar stöðu samfélagsins.
09.01.2025

Fulltrúar Ungmennafélags Íslands mættu á fund bæjarráðs

Bæjarráð Fjarðabyggðar fékk góða gesti frá UMFÍ á síðasta fundi sínum (6. janúar). Á fundinn mættu Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ og Erla Gunnlaugsdóttir, svæðisfulltrúi ÍSÍ og UMFÍ. Á fundinum voru ýmis mál rædd tengd íþróttastarf. Má þar nefna þátttöku í íþróttastarfi áskornir í starfi íþróttafélaga og iðkenda og fleiri þætti. Eins hversu áberandi er sá þungi í ferðakostanði sem leggst á íþróttaiðkendur sem búsettir eru á landsbyggðinn.
06.01.2025

Opið fyrir skráningu / Otwarte dla rejestracji / Open for registration

Upptakturinn á Austurlandi er tónsmiðja fyrir ungmenni í Studio Silo á Stöðvarfirði sem fer fram dagana 8 – 9 febrúar 2025. Skráning til 21 janúar með hugmynd af lagi eða tónverki. Tónsmiðjan er gjaldfrjáls.
06.01.2025

40 ár frá vígslu skólahúsnæðisins Eskifjarðarskóla

Þann 8. janúar 1985 var tekin í notkun ný hæð í nýrri skólabyggingu grunnskólans á Eskifirði. Var þá öll kennsla flutt á einn stað en hafði þá verið kennt á þremur stöðum í bænum. Gengu nemendur í skrúðgöngu um bæinn og kvöddu gamla skólann, Gamla skólahúsið var byggð árið 1910 og hafði verið kennt þar í 75 ár. Munu tímamótunum verða fagnað í Eskifjarðaskóla í dag.
06.01.2025

Fjarðabyggð og Janus heilsuefling gera samning um áframhaldandi samstarf

Fjarðabyggð og Janus heilsuefling hafa samið um áframhaldandi samstarf við verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ - Leið að farsælum efri árum fyrir íbúa Fjarðabyggðar. Verkefnið, sem hófst árið 2022, hefur hlotið afar góðar viðtökur og fjölmargir íbúar úr öllum hverfum sveitarfélagsins hafa tekið þátt frá upphafi.
02.01.2025

Menningarstofa þakkar fyrir góðar stundir árið 2024.

Árið 2024 var annasamt ár á Menningarstofu og hefði það ekki heppnast svo vel án samstarfsaðila, styrktaraðila og stuðningi samfélagsins. Það tekur heilt þorp og því eru starfsmenn Menningarstofu afar þakklátir.
30.12.2024

Samstarf á milli skíðasvæðanna í Oddsskarði og Stafdal

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Múlaþing hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega gjaldskrá fyrir skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal. Samkomulagið gerir skíðaiðkendum kleift að nýta bæði svæðin án þess að þurfa greiða aukalega fyrir það. Samstarfið er er mikilvægur áfangi í skíðamálefnum Austurlands og styrkir bæði þjónustu og aðgengi að þessum einstöku útivistarsvæðum.
29.12.2024

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024 og hvatningarverðlaun

Fjarðabyggð hefur útnefnt íþróttamanneskju ársins 2024 og veitt hvatningarverðlaun til tveggja efnilegra og fyrirmyndar íþróttamanna. Þetta er liður í því að viðurkenna frábæran árangur og hvetja áfram unga iðkendur sem sýna metnað, elju og gott fordæmi í íþróttastarfinu.
18.12.2024

Fjöldi verkefna úr Fjarðabyggð hlýtur styrk úr uppbyggingarsjóði

Þann 12. desemeber voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Austurlands fyrir árið 2025. Alls bárust 113 umsóknir upp á tæpar 234 milljónir; 47 umsóknir á sviði atvinnu og nýsköpunar, 61 á sviði menningar og fimm um stofn–og rekstrarstyrki. Úthlutunarnefnd samþykkti styrkveitingar til 59 verkefna af þeim 113 sem sóttu um, eða 52%.
16.12.2024

Rýmingarkort vegna ofanflóðahættu aðgengileg á kortasjá sveitarfélagsins

Eins og getið var um á dögunum tóku ný rýmingarkort vegna ofanflóða gildi þann 27. nóvember síðastliðinn fyrir Seyðisfjörð, Neskaupstað, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Ofanflóðasérfræðingar á Veðurstofunni unnu með Almannavarnanefnd Austurlands undanfarið ár að uppfærslu þessara korta.
13.12.2024

Tilkynning vegna tafa sem orðið hafa á sorphirðu í Fjarðabyggð

Töluverð röskun hefur orðið á sorphirðu, með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Veðurfar hefur verið óhagstætt undanfarnar vikur með snjókomu og hálku auk bilana sorphirðubíls.
12.12.2024

Nýr forstöðumaður Menningarstofu

Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er tekin til starfa sem forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar. Staða forstöðumanns var auglýst laus til umsóknar þann 7. október síðastliðinn og lauk umsóknarfresti þann 25. október. Alls bárust sex umsóknir um stöðuna. Niðurstaða ráðningarferilsins var að bjóða Þórhildi Tinnu starfið.