Fara í efni
27.03.2025 Fréttir

Opið kall til listafólks á Austurlandi!

Deildu

Þema og nafn hátíðarinnar í ár ÞRÆÐIR sem hefur ýmsa skírskotun. Þræðir tengja okkur öll saman, hvort sem við erum hluti af fjölskyldu, samfélagi eða íbúar á sömu plánetu. Þræðir eru meginuppistaða margra hluta sem við notum og getur "ofnotkun" þeirra haft áhrif á lífsgæði og hringrás efna í náttúrunni. Á hátíðinni ætlum við að leggja áherslu á hvaða hlutverki við gegnum í heildarmyndinni, hvernig okkar þráður hefur áhrif á fólkið og umhverfið í kringum okkur.

Mikilvægt er að listafólkið hafi reynslu af því að vinna með og fyrir börn.
Farið verður eftir neðangreindum atriðum:

  • Umsækjendur senda inn vel formaða hugmynd að verkefni, þar sem tilgreina skal:
    • aldur þátttakenda
    • staðsetningu/staðsetningar
    • fjölda barna/ungmenna í hverju verkefni
    • lengd verkefnis
    • tíma innan ársins
    • hvað annað er máli skiptir.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Austurbrú hér að neðan:

https://austurbru.is/leitad-ad-listafolki/