Nýr búsetukjarni og skammtímavistun stendur við Búðareyri á Reyðarfirði.Þar verða sex einstaklingsíbúðir og tveggja herbergja skammtímavistun fyrir fötluð börn. Þar verður einnig starfsmannaaðstaða, setustofa fyrir íbúa og gesti og tækjageymsla. Í húsnæðinu verður notast við nýjustu velferðartækni til að auka öryggi, sjálfstæði og lífsgæði íbúa.
Frestur til að skila inn tillögum er til og með 31. maí 2025. Hægt verður að skila inn tillögum á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is
Verðlaun verða veitt fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu. Sú tillaga sem valin er, verður tilkynnt við vígslu hússins.