Fara í efni
20.05.2025 Fréttir

Bætt aðgengi fyrir fatlaða í sundlaug Eskifjarðar

Deildu

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri tók við lyftunni fyrir hönd sveitarfélagsins og þakkaði Ásbirni Guðsjónssyni, formanni fjárlaganefndar klúbbsins kærlega fyrir gjöfina og þeirra mikilvæga framlags til samfélagsins.  „Við erum mjög ánægð með þessa nýju lyftu, við erum alltaf að leitast við að bæta þjónustuna í sundlauginni á Eskifirði, lyftan er liður í því,“ sagði Jóhann R. Benediktsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. Guðjón sagði við þetta tilefni ,,Við erum mjög stoltir að hafa fengið að fá að taka þátt í þessu með sveitarfélaginu". 

 

 

 

Jóna Árný hrósaði Lionsklúbbnum fyrir þeirra framtak. ,,Það sýnir sig með svona framtaki, hvað svona samtök eins og Lionsklúbbuirnn er mikilvæg fyrir hvert samfélag eins og okkar".