26.05.2025
Ný málstefna Fjarðabyggðar leggur áherslu á íslensku
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt nýja málstefnu sem markar skýra stefnu sveitarfélagsins í málnotkun og þjónustu við íbúa og aðra aðila. Meginmarkmið stefnunnar er að efla, vernda og tryggja notkun íslenskrar tungu í öllu starfi og þjónustu sveitarfélagsins, auk þess sem hún viðurkennir mikilvægi fjöltyngis og aðgengis fyrir alla íbúa.