Fara í efni

Fréttir

26.05.2025

Ný málstefna Fjarðabyggðar leggur áherslu á íslensku

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt nýja málstefnu sem markar skýra stefnu sveitarfélagsins í málnotkun og þjónustu við íbúa og aðra aðila. Meginmarkmið stefnunnar er að efla, vernda og tryggja notkun íslenskrar tungu í öllu starfi og þjónustu sveitarfélagsins, auk þess sem hún viðurkennir mikilvægi fjöltyngis og aðgengis fyrir alla íbúa.
23.05.2025

Grenndarstöðvar fyrir gler, málma og textíl

Búið er að koma upp grenndarstöðvum fyrir gler, málm og textíl við allar móttökustöðvar í Fjarðabyggð. Grendargámurinn í Breiðdalsvík er staðsettur við áhaldahúsið.
20.05.2025

Bætt aðgengi fyrir fatlaða í sundlaug Eskifjarðar

Þriðjudaginn 20. maí sl. var tekin í notkun færanleg lyfta sem mun stórbæta aðgengi fatlaðra að sundlaug, vaðlaug og heitu pottunum við sundlaugina á Eskifirði. Lyftan er gjöf frá Lionsklúbbi Eskifjarðar.
16.05.2025

Lokið við ljósleiðaravæðingu á Breiðdalsvík

Míla hefur nú tengt ljósleiðara í Breiðdalsvík og mun klára að tengja 14 staðföng á Fáskrúðsfirði 19. maí nk. og tengja fyrsta fasa á Stöðvarfirði 22. maí. Fólk og rekstur á Breiðdalsvík geta því nú pantað sér nettengingu um ljósleiðara Mílu frá sínu fjarskiptafélagi.
09.05.2025

Frakkar á Íslandsmiðum opnar 15. maí

Safnið Frakkar á Íslandsmiðum á Fáskrúðsfirði opnar á fimmtudaginn þann 15. maí næstkomandi eftir vetrardvöl.
07.05.2025

Hvað á nýtt húsnæði sem í verður búsetukjarni og skammtímavistun að heita?

Fjarðabyggð efnir til samkeppni um nafn á nýju húsnæði sem í verður búsetukjarni fyrir fatlað fólk og skammtímavistun fyrir fötluð börn. Samkeppnin er öllum opin og íbúar eru hvattir til að taka þátt.
07.05.2025

Leikur að orðum - Leikskólatónleikar í Eskifjarðarkirkju 12. maí

Lokatónleikar leikskólaverkefnisins Leikur að orðum 2025 verða í Eskifjarðarkirkju þann 12. maí kl. 15:00. Um 70 nemendur af elstu deildum leikskóla Fjarðarbyggðar koma fram og syngja lög eftir tónsnillinginn Braga Valdimar Skúlason.
06.05.2025

Nóg um að vera í félagsmiðstöðvum Fjarðabyggðar

Miðvikudagskvöldið 23. apríl sóttu ríflega 50 ungmenni sameiginlega opnun í Oddskarði og lokuðu skíðavertíðinni með frábærri kvöldstund. Rútur voru í boði og hægt var að leigja búnað í fjallinu fyrir þau sem vildu. Þó var einnig í boði að hafa það notalegt, spila og spjalla í skíðaskálanum fyrir þau sem ekki vildu fara í fjallið.
06.05.2025

Viðtalstímar bæjarráðs og bæjarstjóra

Bæjarráð og bæjarstjóri munu bjóða uppá viðtalstíma í öllum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar næstu daga. Íbúum stendur til boða að fá viðtal við bæjarstjóra og bæjarráð í grunnskólum og bókasöfnum sveitarfélagsins. Ekki er tekið við bókunum í þessa viðtalstíma.
05.05.2025

Nesskóli viðurkenndur sem Byrjendalæsisskóli

Nesskóli hefur náð þeim frábæra árangri og staðist úttekt Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) með glans! Nesskóli er nú opinberlega viðurkenndur Byrjendalæsisskóli, sem er gríðarlega mikilvægur áfangi í sögu skólans okkar.
05.05.2025

Tónlistarskóli Vesturbyggðar í heimsókn

Tónlistarskóli Fjarðabyggðar fékk góða gesti í heimsókn föstudaginn 25. apríl. Það voru skólastjóri og kennarar frá Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Dagurinn hófst á heimsókn í Tónlistarskólann í Neskaupstað. Þar var starfsemi Tónlistarskóla Fjarðabyggðar kynnt og hvernig starfið fer fram.
14.04.2025

Taktu þátt í könnun fyrir opnun á Samkomuhúsinu - Geðræktar- og virknimiðstöð á Austurlandi

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar vinnu í samvinnu við Félagsþjónustu Múlaþings, Austurbrú, HSA og Starfsendurhæfing Austurlands að undirbúningi fyrir opnun geðræktar- og virknimiðstöðvar Austurlands sem gengur undir vinnuhetinu Samkomuhús.
11.04.2025

,,Rekstur samstæðunnar er góður og skilar betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir"

Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 8. maí næstkomandi. Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2024 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Rekstur samstæðunnar er góður og skilar betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrartekjur samstæðu A og B hluta námu samtals 11.055 milljónum króna, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 8.754 milljónum króna.
10.04.2025

Listasmiðjur Menningarstofu fyrir börn

Menningarstofa Fjarðabyggðar mun, líkt og síðustu ár, halda úti listasmiðjum sumarið 2025 en þar eru í boði skapandi námskeið fyrir börn sem lokið hafa 3.-7. bekk grunnskóla (fædd 2012-2016).
10.04.2025

Leikskólatónleikarnir Leikur að orðum í fyrsta sinn á Austurlandi

Þriðjudaginn 8. apríl stóð Menningarstofa Fjarðabyggðar ásamt Sláturhúsinu og leikskólunum Tjarnarskóg á Egilsstöðum og Hádegishöfða í Fellabæ, fyrir leikskólatónleikunum Leikur að orðum í Sláturhúsinu.
03.04.2025

Öflugt tónlistarnám í boði í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar

Tónlistarskóli Fjarðabyggðar stendur fyrir öflugu námi og stuðlar að fjölbreyttu tónlistarlífi með samtals 294 nemendum sem sækja tónlistarnám á sex starfsstöðvum sveitarfélagsins. Þessi hópur nemenda samsvarar um þriðjungi allra nemenda í grunnskólum Fjarðabyggðar. Flestir nemendurnir eru á grunnskólaaldri, frá sex til sextán ára, en þó eru einnig nokkrir fullorðnir nemendur sem taka virkan þátt í tónlistarlífi sveitarfélagsins, meðal annars í Blásarasveitinni í Neskaupstað.
31.03.2025

Fjarðabyggð með fulltrúa á Samfestinginn

Föstudaginn 28. mars fór fram söngvakeppnin SamAust á Egilsstöðum þar sem tveir fulltrúar Fjarðabyggðar tóku þátt. Blær Ágúst Gunnarsson hreppti annað sætið og fékk því keppnisrétt í stóru söngvakeppninni á vegum Samfés í maí. SamAust er er undankeppni fyrir stóru Söngvakeppni Samfés, öðru nafni SamFestingurinn.
28.03.2025

Fjarðabyggð og Múlaþing kynna sérstaka páskapassa á skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Múlaþing munu bjóða uppá páskapassa fyrir páskahátíðina árið 2025. Passarnir gilda fyrir bæði skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal og eru ætluð til að hvetja bæði heimamenn og ferðafólk til að nýta sér þau útivistartækifæri Austurlands yfir páskana.
28.03.2025

Atomic Cup og Skíðamót Íslands í alpagreinum í Oddsskarði

Atomic Cup mótaröðin hófst þriðjudaginn 25. mars í Oddsskarði með miklum glæsibrag. Keppt hefur verið í tveimur alþjóðlegum stórsvigsmótum og tveimur alþjóðlegum svigmótum í bæði karla- og kvennaflokki í vikunni. Veðrið hefur verið frábært og aðstæður til keppni til fyrirmyndar.
27.03.2025

Stóra upplestrakeppnin - Lokahátíð

Eftir rúmlega fjögurra mánaða undirbúning í öllum 7. bekkjum grunnskóla Fjarðabyggðar fór úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram með glæsibrag í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði í gær. Keppnin, sem er árlegur viðburður og haldin víða um landið, vakti mikla athygli og var fjöldi fólks saman kominn til að fylgjast með frammistöðu nemenda.
27.03.2025

Opið kall til listafólks á Austurlandi!

Opið kall til listafólks á Austurlandi fyrir BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna! Óskað er eftir samstarfi við listafólk á Austurlandi til að bjóða uppá listar- og menningarviðburði, eða vinnustofur fyrir börn og ungmenni á áttundu BRAS hátíðinni sem fer fram í haust.
25.03.2025

Listamenn í rannsóknardvöl í Þórsmörk 2025

Árið 2025 verða átta listamannadvalir í Þórsmörk þar sem listamenn munu vinna að nýjum verkefnum, stunda staðbundnar rannsóknir og halda opnar vinnustofur og aðrar skemmtilegar uppákomur. Við erum spennt að kynna þá hæfileikaríku listamenn sem hlutu sæti í rannsóknardvölinni að þessu sinni.
21.03.2025

Mottumars haldinn í Leikskólanum Kærabæ

Nemendur og starfsfólk leikskólans Kærabæjar héldu uppá Mottumarsdaginn í gær (fimmtudaginn 20. mars). Starfsfólk og nemendur mættu bláklædd í skólann og fengu að prófa yfirvaraskegg sem að Krabbameinsfélag Austfjarða færði leikskólanum. Starfsfólk skólans skipulögðu Mottumarshlaup fyrir nemendur og voru vegalengdir skipulagðar með aldur barnanna í huga. Þau allra yngsu fengu einnig að taka þátt en hlupu í garði leikskólans. Börnin skemmtu sér vel ásamt starfsfólki skólans.
19.03.2025

Sameiginleg opnun Félagsmiðstöðva Fjarðarbyggðar

Síðastliðinn föstudag (14.mars), fór fram fyrsta sameiginlega opnun Félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð. Kvöldið hófst á rútuferðum, en rútur komu við í öllum byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Klukkan 20:00 voru allir komnir í hús og söfnuðust unglingar og starfsmenn saman í nýja salnum í íþróttahúsi Reyðarfjarðar. Þar bauð Karitas Harpa, deildarstjóri frístunda barna og unglinga í Fjarðabyggð, öll ungmenni velkomin og fór yfir reglur, dagskrá og skipulag.
19.03.2025

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Þriðjudaginn 18. mars var haldin skólahátíð þar sem nemendur 7. bekkjar Grunnskólans á Eskifirði æfðu sig í upplestri fyrir foreldra og kennara í sal skólans. Nemendur stóðu sig með eindæmum vel og mega þeir vera stoltir af frammistöðu sinni. Það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með miklum framförum nemenda í framsögn og framkomu og óhætt er að segja að margir sætir sigrar hafi unnist með þátttökunni því hugrekki og öryggi nemenda við að koma fram hefur einnig aukist til muna.
13.03.2025

Úthlutun úr Menningarsjóði 2025

Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar úthlutaði styrkjum til ýmissa verkefna úr menningarsjóði á fundi sem haldinn var mánudaginn 17. febrúar.
11.03.2025

Metþátttaka í Upptaktinum á Austurlandi

Í febrúar fór tónsmiðjan Upptakturinn á Austurlandi fram í Studio Silo á Stöðvarfirði. Smiðjan, sem er opin ungmennum í 5.–10. bekk, gaf þátttakendum tækifæri til að þróa tónlistarhugmyndir sínar í skapandi og hvetjandi umhverfi. Í ár var metþátttaka, en alls tóku 18 börn þátt og voru 13 lög send til dómnefndar Upptaktsins í Reykjavík.
05.03.2025

Fyrsta sameiginlega opnun félagsmiðstöðvanna er núna á föstudaginn!

Fjölskyldunefnd ákvað það á fundi sínum á dögunum að hafa sameiginlega opnun einusinni í mánuði út skólaárið. Ungmenni í Fjarðabyggð hafa verið að kalla eftir sameiginlegri opnun félagsmiðstöðva. Þannig gefst þeim tækifæri til að hittast, kynnast og styrkja tengslin á milli kjarna innan Fjarðabyggðar. Von er á spennandi dagskrá næsta föstudag sem unnin hefur verið í samstarfi við ungmennin.
05.03.2025

Nýr stjórnandi þjónustu- og framkvæmdarmiðstöðvar tekinn við

Hilmir Þór Ásbjörnsson hefur tekið við sem stjórnandi þjónustu- og framkvæmdarmiðstöðvar. Um er að ræða nýja stöðu innan Fjarðabyggðar.
04.03.2025

Félagsmiðstöðin Knellan á Eskifirði 40 ára

Þann 22. febrúar síðastliðinn varð félagsmiðstöðin Knellan, á Eskifirði, 40 ára gömul. Í tilefni af þessum tímamótum var haldin kökukeppni í Knellunni fimmtudaginn 20. febrúar. Nemendur í 8. – 10.bekk bökuðu, skreyttu og komu með köku á kvöldopnunina.