Við hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar, í samstarfi við Fjarðabyggð, erum að vinna með hópi ungra listamanna að sérstöku jólaverkefni til að færa samfélaginu aukna hátíðarstemningu í ár!
Einn listamannanna mun vekja gamlar ljósmyndir til lífsins, og við leitum því til ykkar. Ef þið eigið gamlar ljósmyndir sem tengjast jólunum eða því sem tengist aðdraganda jólanna, sem þið væruð til í að deila með okkur fyrir verkefnið, værum við afar þakklát fyrir að fá að nota þær.
Ef þið hafið áhuga, sendið myndirnar á menningarstofa@fjardabyggd.is
