Fara í efni
22.10.2025

Glæsileg pólsk kvikmyndahátíð á Eskifirði

Deildu

Fimmta pólsk kvikmyndahátíðin í Fjarðabyggð lauk um þar síðustu helgi með frábærri þátttöku og góðri stemningu. Fjölbreytt dagskrá, áhugaverðar kynningar og lifandi umræður einkenndu þessa einstöku hátíð sem haldin var í Valhöll á Eskifirði.

Skipuleggjandi hátíðarinnar, Rafał Koczanowicz, setti saman fjölbreytt úrval pólskra kvikmynda sem vöktu mikla lukku meðal gesta. Þá hélt prófessor Anna Huth, kvikmyndasérfræðingur, lifandi kynningar og áhugaverða vinnustofu um kvikmyndaplaköt frá ólíkum heimshlutum.

Hátíðin naut stuðnings frá Polski Instytut Sztuki Filmowej, sem gerði ferð Önnu til Austurlands mögulega. Einnig fær starfsfólk Valhallar á Eskifirði sérstakar þakkir fyrir hlýlegt viðmót og faglega umgjörð í nýuppgerðu bíóhúsinu.
Sesam Brauðhús – Handverksbakarí og Kvörn buðu upp á ljúffengar veitingar sem gerðu stemninguna enn betri.

Að lokum vilja skipuleggjendur færa öllum gestum kærar þakkir – það er einmitt ykkur að þakka að minnsta pólsk kvikmyndahátíð í heimi heldur áfram að vera jafn einstök og hún er.