Eftir smá pásu, í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð, efnir Menningarstofa Fjarðabyggðar til jólasmásagnakeppni á aðventunni! Þátttaka er opin öllum nemendum í grunnskólum
Fjarðabyggðar en veitt verða verðlaun fyrir bestu sögurnar í þremur aldurshópum:

– yngsta stig, miðstig og efsta stig.
Skilafrestur rennur út 10. desember. Vinningshafar verða tilkynntir 19. desember en vinningssögurnar í hverjum aldurshópi verða birtar á milli jóla og nýárs á heimasíðu Fjarðabyggðar
REGLURNAR ERU EFTIRFARANDI:
Sögurnar mega vera um hvað sem er og hvernig sem er t.d. jólasveina, jólaketti, jólagjafir, álfa og þess vegna geimverur, furðudýr og galdrafólk!
Innsendar sögur þurfa þó að tengjast hátíðunum í kringum jólin með einhverjum hætti, gerast um jólin, áramótin og þar um kring. Horft verður til sögusviðs og persónusköpunar við mat á sögum.
Sögur skulu vera að lágmarki 150 orð en að hámarki 1500 orð. Ef höfundur myndskreytir söguna má taka ljósmyndir og senda inn með sögunni.

Mikilvægt er að lesa söguna vel yfir og lagfæra stafsetningu áður en hún er send inn. (Gott er að fá aðstoð frá einhverjum í skólanum eða fjölskyldunni með slíkt). Það má slá sögunni upp í tölvu eða senda ljósmynd af handskrifaðri sögunni.
Sagan verður að vera á íslensku og hún verður að vera frumsamin.
Sögur má senda á netfangið menningarstofa@fjardabyggd.is
Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram við innsendingu:
- Nafn höfundar
- Skóli og bekkur
- Netfang
- Nafn og símanúmer forráðamanna
Ef einhverjar spurningar vakna, má endilega senda skilaboð á netfangið menningarstofa@fjardabyggd.is
