Frá og með 1. janúar 2026 tekur Fjarðabyggð upp nýtt fjórflokka flokkunarkerfi fyrir heimilisúrgang í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs. Markmiðið er að auðvelda íbúum að flokka betur og draga úr magni úrgangs sem fer til urðunar.
Tunnur og flokkun við heimili
- Í sérbýlum verða þrjár tunnur, þar af ein tvískipt:
- 240 lítra tvískipt tunna fyrir blandaðan og lífrænan úrgang
- 240 lítra tunna undir pappa og pappír
- 240 lítra tunna undir plast
- Í fjölbýlum verður útfærslan aðlöguð að aðstæðum, en fjórir flokkar verða alltaf til staðar.
- Íbúar þurfa ekki að panta nýjar tunnur, en gera þarf ráð fyrir að plássið dugi fyrir fleiri tunnur.
- Tunnur verða merktar með samræmdum merkingum frá FENÚR, þannig að litur tunnunnar skiptir ekki lengur máli – aðeins merkingin.
Fjórir flokkar úrgangs
Öll heimili munu flokka í eftirfarandi fjóra flokka:
- Matarleifar – t.d. kjöt, fiskur, bein, brauð, sælgæti, grænmeti, ávextir og kaffikorgur.
Notið bréfpoka í eldhúsinu; þeir brotna betur niður en plastpokar. - Plastumbúðir – t.d. plastpakkningar utan af matvælum, hreinsivörum og öðru heimilisplasti.
- Pappír og pappi – t.d. dagblöð, tímarit, bréfpokar, pítsukassar og pappírsumbúðir.
- Blandaður úrgangur – allt sem ekki er hægt að endurvinna, s.s. bleyjur, blautklútar, ryksugupokar, kattasandur og bökunarpappír.
Söfnun og meðhöndlun
- Íbúar geta óskað eftir körfu fyrir matarleifar ef þeir hafa ekki þegar fengið slíka körfu.
- Bréfpoka verður hægt að kaupa í helstu matvörubúðum, t.d. í Krónunni á Reyðarfirði.
- Mælt er með að skipt sé um poka á 2–3 daga fresti, jafnvel þótt hann sé ekki fullur, til að forðast lykt og leka.
- Grenndarstöðvar verða við allar söfnunarstöðvar í Fjarðabyggð. Þar verður tekið á móti málmum, gleri og textíl, auk þess sem þar verða gámar fyrir pappír/pappa og plast.
Hvað verður um gömlu tunnurnar?
Tunnurnar sem nú eru til staðar verða nýttar áfram:
- Ein verður notuð fyrir pappír/pappa
- Hin fyrir plastumbúðir
Að lokum
Sveitarfélagið sér um að afhenda tunnur. Einnig geta íbúar óskað eftir körfu undir bréfpoka.
Það eina sem þú þarft að gera er að flokka – og með því stuðlar þú að hreinna og umhverfisvænna samfélagi.
