Fara í efni
21.11.2025 Fréttir, Menning

Helgin hjá Menningarstofu

Deildu

Tónlistarhópurinn Mela og upplestur á Franska safninu

Í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 14:00 mun tónlistarhópurinn MELA frumflytja verk eftir tónskáldið Ingibjörgu Ýr auk þess að flytja hin ýmsu önnur verk. Miðasala fer fram á staðnum.

Síðar þann dag munu þau Katrín Jakobsdóttir fyrrum forsætisráðherra og Ragna Jónasson lesa upp úr nýrri metsölubók sinni - Franski spítalinn - á Franska safninu á Fáskrúðsfirði klukkan 17:00.

Nýir hlaðvarpsþættir um söfnin í Fjarðabyggð

Nú ef íbúa Fjarðabyggðar þyrstir í frekari menningu þegar líður á kvöldið er vert að benda á glænýjan þátt, þann fyrsta af fimm, um söfn Fjarðabyggðar sem Menningarstofa vann í samstarfi við RÚV English.

Þættirnir RÚV English Radio eru vinsælir meðal enskumælandi Íslendinga en þó ekki síður úti í heimi meðal áhugafólks um Ísland og íslenska menningu. Þættirnir eru því góð landkynning fyrir Fjarðabyggð og söfnin okkar.

Þættirnir eru aðgengilegir í spilara RÚV og á helstu streymisveitum.

Opið kall og jólasögur

Menningarstofa vill eins minna viðburði sem standa núna yfir og eru opnir til þátttöku. Jólasmásagnakeppnin er nú opin öllum börnum í grunnskólum Fjarðabyggðar, frekari upplýsingar um keppnina má finna hér: Jólasmásagnakeppni

Í gangi er undirbúningur að sérstöku jólaverkefni þar sem Menningarstofa leitar til íbúa Fjarðabyggðar nær og fjær og óskar eftir gömlum ljósmyndum sem sýna “jólin” en frekari upplýsingar má finna hér: Ljósmynd | Fjarðabyggð

Að lokum er gott að minna alla listamenn, nær og fjær á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Þórsmörk, listamannasetrið á Norðfirði: Opið fyrir umsóknir - Þórsmörk listamannasetur | Fjarðabyggð